Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Kökkur

Já í dag líður mér ekki nógu vel, atvik í gær var til að sparka mér nokkur ár aftur í tíman and$%&$ og allt það.  Áfallaröskun er ekkert lamb að leika sér við og virðist bara lúra í undirvitundinni og kemur svo stökkvandi eins og sprellikarl upp úr kassa með tunguna út úr sér, ég hef oft spurt mig hvenær í veröldinni losna ég alveg við þetta, en það er lítið um svör og þegar ég held að þessi andskoti sé farinn fyrir fullt og fast þá......... já þá gerist einkvað sem hendir mér til baka.

Ekki það að ég sé ekki laus frá kringumstæðunum og komin á öruggan stað heldur virðist áralangt ofbeldi bæði líkamlegt og andlegt skaða fólk til langframa og sjálfsásökunin er ekki langt undan og allur sá pakki Devil  kvíði, depurð, neim itt.

Þegar ég var að ganga í gegnum verstu kaflanna gat ég ekki talað við neinn þannig lagað séð bara að setja upp grímuna og leika og leika mig í kaf, og allar mínar veraldlegu eignir flugu í burtu og það var bara tabú fólk vildi einfaldlega ekki heyra slíkt og varð bara vandræðalegt og leit undan.

Nú keppist fólk við að segja hvað það hafi tapað miklu í bankahruninu og fær ómælda samúð og klapp á bakið, allir í sama skítnum og þá er allt í lagi að tala um það,sem er af hinu góða.  Munið að hlúa vel að því sem mölur og ryð fær ekki grandað andlegri heilsu þinnar og annarra.


Nýtt líf

Þegar ég skipti um líf fyrir nokkrum árum þá forgangsraðaði ég upp á nýtt, annað var ekki í boði þar sem þjáðist af áfalla-streitu hinni meiri, og það var ekki af völdum almættisins þeas ekki snjóflóð jarðskjálfti eða þessháttar sem ollu streitunni, nei nei hún var algjörlega af mannavöldum.

Jæja ég skar niður allan óþarfa (lesist lúxus) og forðaðist eins og heitan eldinn að koma mér í streituvaldandi aðstæður eins og tala við leiðinlegt fólk Devil sem ég þurfti ekki að hafa samskipti við út af skyldleika eða þessháttar, hætti að fara jarðarfarir nema fólk væri skylt mér eða gamlir og góðir vinir, vann mig út úr því að vera alltaf með samviskubit yfir öllu og öllum og  taka á mig gjörðir annarra, þar sem ég gat ekkert gert í málunum. Sumum finnst þetta vera harkaleg viðbrögð en hvað með það, þegar þú ert með áfalla-streitu hefurðu bara ekki efni á því að láta þér líða illa.

Og ég hef komist að því að það er hægt að lifa góðu lífi án þess að vera eins meðvirk og ég var og taldi mér trú um að jörðin snerist ekki nema ég væri á eilífri vakt til að sjá um að allt væri í lagi Grin.  Njótið stundarinnar og vissuna um að öll él birta upp um síðir

 


snobb bobb bobb

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem stjórnar verðlagi á list, og hver segir að einn listamaður sé betri (dýrari) en annar.  Ekki fer það eftir skólagöngu svo mikið er víst, því barnalegir listamenn með enga skólasögu  í listum eru til skýanna hafnir og seljast dýrum dómum líka ma Stórval.

Ég velti þessu fyrir mér því í sumar áskotnaðist mér 2 "listaverk" eftir mann að nafni Jóhannes, annað var með silfurskildi og eiganda þess þakkað vel unnin verk.  Sonur minn tók myndir af verkunum og fór með í gallery Fold svona meira að gamni en að okkur dytti í hug að þarna væri einkver vermæti, en viðbrögðin voru vægast sagt undarleg svo ekki sé meira sagt LoL konugreyinu sveldist svo á munnvatninu að lá við köfnun, þetta er algjörlega verðlaust drast sagði hún enda eftir Jóhannes húsamálara og ætti hvergi heima nema í sumarbústöðum hvernig sem hún fann það nú út Grin.  En við gátum allavega skemm okkur vel yfir þessu endemis snobbi og komum "listaverkunum" í snarhasti í viðeigandi sumarbústað.


Pirrrrrrrr

Pirrþröskuldur minn er ekki mjög hár Devil dæmi: þeir sem eru alltaf að tengja við moggafrétt,  damit hvað það getur verið assgoti leiðinlegt.  Ég er með nokkra moggabloggara á favorites og  hárin rísa á hausnum á mér þegar þeir byrja ábending: ef þið hafið ekkert að blogga um þá sleppa því.

Annað: nokkrir fréttamenn, ein kvenkyns á Stöð 2 og einn íþróttaþulur sem endar allar setningar í lausu lofti.  Auglýsingaþulir sem kunna ekki mælt mál.  Ruslpóstur, hann er sem betur fer minnkandi Wink man ekki meir í bili. Þetta pirr var í boði Kaupþings.


Þorgerður Katrín

Ég skipti mér nú ekki mikið af pólítík, en nú get ég ekki annað en tekið ofan fyrir Þorgerði Katrínu þar sem tungan á henni er ekki pikkföst við rassinn á Davíð eins og hjá jákórnum í Sjálfstæðisflokknum, nú síðast þessi ungi maður Bjarni Benediktsson hvað er að ???? hvaða ægivald hefur Davíð á þessu liði? Mér rennur satt að segja kalt vatn milli skinns og hörunds að heyra í þessu fólki.

Jæja skammdegið að sigla inn, ekki minn tebolli en ekki getur kona breytt náttúrulögmálunum þó að hún vilji hafa sumar allt árið um kring :) þannig að það er bara að bíta á jaxlinn og kveikja ljós er þaekki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband