Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Jæ-ha

Best að henda hérna einhverju inn, vorblúsinn kominn og allt það og hvernig stendur á því að þegar það birtir og birtir læðist svört þoka að sálini sama hvað Frown ég verð svo næm á allt og alla og gamlir taktar taka sig upp eins og að ég sé nauðsynleg í björgunarsveit lífsins en samt svo ómöguleg hvernig getur þetta gengið upp? já það er lítið um svör sosum, ég fann fyrst fyrir þessu eftir fæðingu yngsta sonarins fyrir um það bil 26 árum, þá húrraði ég inn í svartasta fæðingarþunglyndi en vissi ekki hvað þetta var, bara grátur og gnístra tanna og kjarkurinn þvarr sem ég hafði þó alltaf haft og enginn sá að nokkuð væri að ekki þeir nánustu , var reyndar með mann sem er alkahólisti og egóisti af verstu sort, enginn stuðningur þar á bæ.  Vildi mér til happs að það var læknir á staðnum sem kveikti á perunni þegar ég í hundraðasta skiptið kom og kvartaði um hausverk og svefnleysi svo ég fékk viðeigandi meðferð Smile   En þótt ég hafi barist gegn þessum fjanda æ síðan þá vill hann ekki alveg yfirgefa mig þó að allar mínar aðstæður hafi breyst algerlega til batnaðar.

Föstudagur

og lífið gengur sinn vanagang, og það er lif eftir júróvision Tounge það er að segja forkeppnina en aðal eftir + kosningar er lífið ekki bara dásamlegt, og svo verður spennufall eftir helgina. Fjölmiðlar verða að leita á önnur mið heldur en eilífar skoðanakannanir og stjórnarmyndunin eftir sem er þó bót í máli, þannig að það er hægt að trappa sig niður eftir allt adrenalínbústið síðustu vikna. Ég er að  hugsa um  kjósa  Frakkland  á  morgunn  bara af því  að mig langar svo til París Grin þangað hef ég einu sinni komið og bondaði þessi ósköp við borgina eins og ég hefði alltaf átt heima þarna eða í fyrri lífi ef einkver trúir á svoleiðis stöff, you never now já hvað vitum við sosem þegar öllu er á botnum hvolft.  logoofficial3bj3ql6


Dj.........

fer í taugarnar á mér þegar ég er búin að setja inn færslu og hún sviss-bang fer einkvað út í buskann, drasl og aftur drasl pú pú pú.  Kannski ábending frá æðri máttarvöldum um að hætta þessu bulli bara.

Jæja nú er orðið bjart nærri allan sólarhringinn og það finnst mér æðislegt, því ég er alltaf á skjön við venjulegt fólk og sef betur ef það er bjart og dreg frekar frá gluggunum en fyrir LoL hef frekar strítt við svefntruflanir á ævinni og mamma sagði alltaf að það mætti ekki köttur labba framhjá þá væri ég vöknuð, þetta tengist veraldarvaktinni sem ég hef löngum verið á þeas það gæti einkvað gerst ef ég væri ekki vakandi og tæklaði málið hehehe. Og ég sagði mig úr björgunarsveitinni fyrir nokkrum árum það er þessari áráttu að vilja bjarga öllum í kringum mig hvort sem þeir vildu það eða ekki, get því sofið rólega fyrir þessari áráttu minni vitandi að það er einfaldlega ekki í mínum verkahring að redda öllu, til þess höfum við almættið eða það held ég að minnsta kosti Grin 

Og annað mig langar til París. 


Ást

neon-love-grossÉg fór á söngleikinn Ást í gærkvöldi, og það var bara nokkuð gaman og leikararnir áttu góða spretti, áhorfendur voru að mestu ellismellir eins og gefur að skilja enda málið þeim skylt.

Þetta var sérkennileg blanda af proffum og áhugamönnum og á stundum eins og maður væri komin í félagsheimilið í sveitinni,  einhvað fannst mér Ómar Ragnarsson virka einkennileg á mig í þessu þögla hlutverki datt það helst í hug að hann hefði verið settur á róandi sona í hita kostningavertíðarinnar svo hann færi ekki alveg yfir um Grin allavega ég fílaði hann enganveginn þarna.

En það var gaman þegar þau sungu gömlu lögin og textarnir pössuðu vel við og eins var gaman af krökkunum  

Þau sem stóðu upp úr voru Magnús Ólafsson Theodór Júlíusson og Hanna María, og eins og svo oft áður leystist endirinn upp í væmdi og  einhverveginn svona ekki neitt en sennilega átti það að opna fyrir tárakirtlana en ekki virkaði það á mig enda ekki komin á ellismella aldurinn Wink Stig: 2 1/2 stjörnur af 5


kærasti

Var að frétta það í gær að barnabarn mitt væri komin með kærasta , þetta kostaði netta krísu í klukkutíma jedúddamía barnið rétt 15 ára og ég varð að feisa það að tæknilega séð gæti ég orðið langamma, tóku þið eftir langamma, ég sem er ennþá 30 ára og ekki deginum eldri hvernig er þetta hægt !!!! kann ekki beinnt við að fara fram á áfallahjálp þó að þörfin sé brýn og þegar ég spurði hana hvort hún væri ekki alltof ung fyrir kærasta sagði hún einfaldlega nei svo mörg voru þau orð W00t

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband