'Eg er

bloggfíkill og viðurkenni það fúslega, en ég les ekki blogg sem vitna sífellt i Moggann, og ég hlusta ekki á bullmiðla sem lesa upp úr blöðunum á morgnana og segja mér á fimm mínútna fresti hvað klukkan er, mér líður eins og það sé verið að nauðga vitsmunum mínum og einfaldlega forðast slíkt ef ég mögulega get.  Ég les hinsvegar skemmtileg blogg um daglegar upplifanir fólks hvað það er að gera og hvernig lífið blasir við því og hvernig það tekur á hlutunum, skemmtilegurst eru blogg þar sem fólk er hreinskilið og hefur húmor fyrir sjálfum sér og öðrum, eins er ég fíkill á matarblogg, einhvað svo róandi við mataruppskriftir og matartilbúning eiginlega bara hugleiðsla í sjálfu sér.

Þannig að ég er búin að græða mikið á að lesa blogg og reyni að "safna" ólíku fólki ungu og gömlu og helst vítt og breytt um landið "vantar" samt nokkra staði ennþá til að fylla í safnið Smile á td engan í Vestmanneyjum hehehehe ef enhver skildi villast inn þaðan vinsamlegast skilja eftir slóð.

Hafið þið góðar stundir í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband