1 júní

Það hefur minkað álagið á mér og geðheilsan er allt í lagi en dálítill blús lúrir þarna bak við stein, sérstaklega þegar gamlir draugar úr fortíðinni fara að sveima um.  En hvað um það látum hvern dag nægja sína þjáningu það er víst best þannig, ekki það að mig langi að vera svona á skjön við allt síður en svo en það er þessi þráhyggja sem herjar á mig.  Las reyndar um konu sem greindist með Atsberger heilkenni á fullorðinsaldri  fannst margt passa við mig  td vidiomyndinrar í hausnum og einfaratilhneigingin það  skildi þó aldrei vera að það sé hægt að setja einkvað nafn á svona líðan, ég er bara fullgömul til þess að gera einkvað í því basta. Annars er verkur í öxlinni að hrjá mig og það sem þetta er hægri öxl á ég ekki gott með að vélrita eða nota mús, er búin að fara í nudd og nálarstungur og vona að þetta lagist krossa putta. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband