Rauða húsið á Eyrarbakka
19.4.2007 | 21:09
Fórum austur fyrir fjall í dag, fyrst til Þingvalla svo Selfoss og nágreni enduðum á því að borða í Rauða húsinu, afskaplega fallegt veður og logn sem er nýnæmi hér á klakanum, við höfum nokkrum sinni borðað þar og verið ánægð, núna fengum við okkur fiskisúpu sem var góð en það var varla fiskur í henni, en við fengum ábót
sem við þáðum og leið mér eins og ábótamanninum í Spaugstofunni. Einhvað fannst mér veitingastaðurinn hafa dalað sérstaklega þjónustan, kannski er þetta vitleysa í mér en mig langar ekki sérstaklega þangað aftur svo það verður farið annað næst þegar við förum austur.
Athugasemdir
Ólafur fannberg, 24.4.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.