Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Skammdegið

Jæja þá er það komið einu sinni enn blessað skammdegið, hefur ekki beint verið minn uppáhaldstími, í dag birti sama og ekkert Frown og jólatíminn hefur heldur ekki verið í uppáhaldi, þó hefur þessi tími verið verið miklu betri en sami tími í fyrra lífi þegar birtuna vantaði yfirleitt og andleg heilsa var oft á tíðum óbærileg.  Í dag þakka ég fyrir hvern dag í lífi mínu umvafin ást og umhyggju, ég vildi óska þess að fleiri bæru gæfu til að upplifa það sama.  Höfum sólina í hjarta okkar og þá birtir í kringum okkur.

Jarðskjálftinn

Fyrir nokkrum árum gisti ég á hótel Örk í Hveragerði, um morguninn svona milli svefns og vöku "vakna"  ég við gífurlegan hávaða og allt leikur á reiðiskjálfi ég kútveltist í rúminu og herbergið sjálft gengur allt til.  Ég held ég gleymi aldrei hávaðanum í björgunum sem mér fannst hrynja allt í kringum mig.  Síðan hrekk ég upp leit á klukkuna og hún var níu um morguninn var ég lengi að fatta að þetta væri draumur svo raunverulegt var þetta allt saman.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér áðan þegar ég heyrði af jarðskjálftunum á Selfossi, þarna strengdi ég þess heit að gista aldrei á þessum slóðum aftur. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband