Heimsóknin
20.8.2007 | 12:10
Þegar ég fyrir margt löngu var að eiga mitt þriðja barn á spítala út á landi, skeði eftirfarandi atburður.
Það var komið undir kvöld og ég ein eftir í stofunni allir farnir og barnið sofandi í næsta herbergi. Á þessum tíma tíðkaðist það ekki að feður væru viðstaddir fæðingu eða veittu stuðning yfir höfuð, ekki í mínu tilfelli allavega. Hvað um það, um kvöldið var komið með gamla konu inn til mín sem átti að fara í aðgerð næsta morgunn, sú gamla var frekar kvíðin og talaði um það við mig annað fór ekki okkar á milli nema hún sagði mér nafn sitt og hvar hún ætti heima.
Rúmið sem ég var í stóð við dyrnar, vakna ég upp um þrjúleitið við að mér fannst dyrnar opnast engan sá ég en heyrði fótatak mikið eins og 2-3 menn í sjóstígvélum eða bússum væru á ferð tvístigu "þeir" fyrst í dyrunum en síðan labbaði hersingin af stað og raðaði sér kringum rúm gömlu konunnar voru "þeir" þar góða stund ekki vaknaði gamla konan við þessa heimsókn enda held ég að hún hafi fengið svefntöflu, stormuðu "þeir" síðan út sömu leið og fann ég greinileg gustinn af "þeim".
Það var undarleg að ég skildi ekki verða hrædd eins og ég var myrkfælin frekar hissa.
Sofnaði ég síðan bara rótt og morguninn eftir var farið með gömlu konuna og sá ég hana ekki aftur en frétti að aðgerðin hafi heppnast vel.
Var ég síðan færð í annað herbergi og nú með sængurkonu. Ljósmóðirin kom svo um daginn til að líta á okkur og notaði ég tækifærið að segja henni frá heimsókninni nóttina áður (var ég búin að þekkja hana frá blautu barnsbeini) varð hún heldur langleit í framan og spurði mig: vissirðu að þessi kona missti mann og 2 syni í sjóslysi, aldrei heyrt af því enda mörg á síðan.
Það var komið undir kvöld og ég ein eftir í stofunni allir farnir og barnið sofandi í næsta herbergi. Á þessum tíma tíðkaðist það ekki að feður væru viðstaddir fæðingu eða veittu stuðning yfir höfuð, ekki í mínu tilfelli allavega. Hvað um það, um kvöldið var komið með gamla konu inn til mín sem átti að fara í aðgerð næsta morgunn, sú gamla var frekar kvíðin og talaði um það við mig annað fór ekki okkar á milli nema hún sagði mér nafn sitt og hvar hún ætti heima.
Rúmið sem ég var í stóð við dyrnar, vakna ég upp um þrjúleitið við að mér fannst dyrnar opnast engan sá ég en heyrði fótatak mikið eins og 2-3 menn í sjóstígvélum eða bússum væru á ferð tvístigu "þeir" fyrst í dyrunum en síðan labbaði hersingin af stað og raðaði sér kringum rúm gömlu konunnar voru "þeir" þar góða stund ekki vaknaði gamla konan við þessa heimsókn enda held ég að hún hafi fengið svefntöflu, stormuðu "þeir" síðan út sömu leið og fann ég greinileg gustinn af "þeim".
Það var undarleg að ég skildi ekki verða hrædd eins og ég var myrkfælin frekar hissa.
Sofnaði ég síðan bara rótt og morguninn eftir var farið með gömlu konuna og sá ég hana ekki aftur en frétti að aðgerðin hafi heppnast vel.
Var ég síðan færð í annað herbergi og nú með sængurkonu. Ljósmóðirin kom svo um daginn til að líta á okkur og notaði ég tækifærið að segja henni frá heimsókninni nóttina áður (var ég búin að þekkja hana frá blautu barnsbeini) varð hún heldur langleit í framan og spurði mig: vissirðu að þessi kona missti mann og 2 syni í sjóslysi, aldrei heyrt af því enda mörg á síðan.
Athugasemdir
Merkileg og falleg saga...þeir hafa bara komið að vitja hennar og gefa henni styrk blessaðir. Og þú svona næm að sjá þá og heyra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 12:52
já ég hef trú á því að þeir voru að passa hana, jamm sé og heyri ýmislegt
gua, 20.8.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.