Bændaferðir

Mig langar allt í einu svo mikið með Bændaferðum í sumar.  Fór í fyrrahaust og var ákveðin í að fara ekki aftur, ekki það að ég skemmti mér vel allavega svona eftirá Smile en svínahnitsel í nærri öll mál var einum of mikið og eftir 10 daga var kvótinn á furðufugla eiginlega búin LoL

En áðan hittum við hjón sem voru með okkur í ferðinni og fórum að rifja upp svona spaugileg atvik, og þau ætla aftur í haust og þá allt í einu langaði mig að fara í ferð á góðum tíma þeas hýtt og gott veður.  Í fyrra var bara hlýtt fyrstu dagana, síðan úlpuveður eiginlega, í  Vínarborg var mér svo kalt að ég  hentist inn í Wolfort ( dýr búð ) og keypti mér leggings innanundir gallabuxurnar, fínu dömurnar í búðinni settu upp furðusvip þegar ég spurði hvort ég mætti ekki bara vera í þeim því þær biðu með silkipappírinn í höndunum til að pakka þeim inn, en ég fékk ægilega fínt umslag utanum vísanótuna.( furðufuglar hvað Blush ) En kaffihúsin eru æðisleg í Vín bara að það hefði verið hægt að sitja úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband