Nýtt líf

Þegar ég skipti um líf fyrir nokkrum árum þá forgangsraðaði ég upp á nýtt, annað var ekki í boði þar sem þjáðist af áfalla-streitu hinni meiri, og það var ekki af völdum almættisins þeas ekki snjóflóð jarðskjálfti eða þessháttar sem ollu streitunni, nei nei hún var algjörlega af mannavöldum.

Jæja ég skar niður allan óþarfa (lesist lúxus) og forðaðist eins og heitan eldinn að koma mér í streituvaldandi aðstæður eins og tala við leiðinlegt fólk Devil sem ég þurfti ekki að hafa samskipti við út af skyldleika eða þessháttar, hætti að fara jarðarfarir nema fólk væri skylt mér eða gamlir og góðir vinir, vann mig út úr því að vera alltaf með samviskubit yfir öllu og öllum og  taka á mig gjörðir annarra, þar sem ég gat ekkert gert í málunum. Sumum finnst þetta vera harkaleg viðbrögð en hvað með það, þegar þú ert með áfalla-streitu hefurðu bara ekki efni á því að láta þér líða illa.

Og ég hef komist að því að það er hægt að lifa góðu lífi án þess að vera eins meðvirk og ég var og taldi mér trú um að jörðin snerist ekki nema ég væri á eilífri vakt til að sjá um að allt væri í lagi Grin.  Njótið stundarinnar og vissuna um að öll él birta upp um síðir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband