Kökkur

Já í dag líður mér ekki nógu vel, atvik í gær var til að sparka mér nokkur ár aftur í tíman and$%&$ og allt það.  Áfallaröskun er ekkert lamb að leika sér við og virðist bara lúra í undirvitundinni og kemur svo stökkvandi eins og sprellikarl upp úr kassa með tunguna út úr sér, ég hef oft spurt mig hvenær í veröldinni losna ég alveg við þetta, en það er lítið um svör og þegar ég held að þessi andskoti sé farinn fyrir fullt og fast þá......... já þá gerist einkvað sem hendir mér til baka.

Ekki það að ég sé ekki laus frá kringumstæðunum og komin á öruggan stað heldur virðist áralangt ofbeldi bæði líkamlegt og andlegt skaða fólk til langframa og sjálfsásökunin er ekki langt undan og allur sá pakki Devil  kvíði, depurð, neim itt.

Þegar ég var að ganga í gegnum verstu kaflanna gat ég ekki talað við neinn þannig lagað séð bara að setja upp grímuna og leika og leika mig í kaf, og allar mínar veraldlegu eignir flugu í burtu og það var bara tabú fólk vildi einfaldlega ekki heyra slíkt og varð bara vandræðalegt og leit undan.

Nú keppist fólk við að segja hvað það hafi tapað miklu í bankahruninu og fær ómælda samúð og klapp á bakið, allir í sama skítnum og þá er allt í lagi að tala um það,sem er af hinu góða.  Munið að hlúa vel að því sem mölur og ryð fær ekki grandað andlegri heilsu þinnar og annarra.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband