Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Memory lane
31.7.2007 | 23:25
Ég er í því verkefni þessa dagana að skoða gamlar 8 mm myndir sem pabbi minn tók í kringum 1965-1970. Minn þáttur er að bera kennst á fólk sem kemur þar fram og skrifa niður .
Sonur minn er búin að setja þetta inn á makka og ætlar framhaldi af því að búa til dvd, já tæknin í dag er ekkert slor hann talar síðan inn á og setur viðeigandi lög með, mig hlakkar til að sjá útkomuna.
Ég sökkti mér svo ofan í verkefnið í dag að ég var komin í annan heim bókstaflega, löngu látið fólk lifnaði við, bílar og umhverfið allt svo framandi en samt kunnulegt ég sjáf í árdaga hahahahahaha strákar með lakkrísbindi í hvítum nælonskyrtum og támjóum skóm. Allt ungt fólk svo gömlukellinga og kallalegt fyrir daga stuttu pilsa og hippabyltinguna, brilljantín og túbering malarvegir með fóstureyðingarholum svona bump bump. Þvílíkar gersemar sem að þessar gömlu myndir eru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sumarið er tíminn
24.7.2007 | 21:21
það er þetta með tímann hvernig hann flýgur áfram, og ég fylgi bara ekki með, það er ennþá júní hjá mér. En ég hef ekki verið góð í hægri hendinni og fínhreyfingar eru verstar td vélritun og saumaskapur svo einkvað sé nefnt . Og hvað skal segja bara allt gott, yndælis veður eins og allir vita verst að ég er alveg hætt að geta legið í sólbaði verð eirðarlaus og pirruð, það er af sem áður var þegar maður steikti sig upp á hvern sólardag og sólböð voru bara holl og gáfu d-vítamín í kroppinn enda er ég alin upp í sólarleysi hálf árið og sólargeislar langþráðir þegar þeir birtust.
Mér er það minnistætt þegar ég flutti hingað suður að það var sól á sjálfum jólunum minnsta kosti í heila 3 tíma þetta fannst mér vera undur og stórmerki og ég þoli ekki sundlaugar bara alls ekki finnst þær vera forarpollar fullar af vessum úr öðru fólki þar sem eiturefnið klór er notað til að drepa örverur, það þarf ekki að segja mér annað en að klórinn síist inn í húðina og út í blóðrásina og það telst seint hollt. Fer í frí í endaðan ágúst og þá er stefnan tekin á Þýskaland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)