Afhommarinn
13.2.2007 | 13:19
Horfði á kastljós í gærkvöldi þar var dreginn fram í dagsljósið enn eitt viðrinið sem tengist trú og boðar að geti afhommað , þetta er sosum ekki í fyrsta skipti sem svona umræða er í sjónvarpinu Gunnar í Krossinum en líka iðinn við kolann. Helvíti er náttúrlega dregið fram og afhommarinn var með það á hreinu hverjir færu þangað ss fyllibyttur og hommar. Afhverju er verið að auglýsa svona dæmalausa fordóma í sjónvarpi allra landsmanna, er þetta fólk ekki með sér sjónvarpsstöð sem það getur látið gamminn geysa, ég varð allveg foxill fjandinn og allri hans árar eru örugglega i hausnum á þessu liði fuss og svei er ekki nóg komið af "góðmennsku" trúarofstækismanna í bili?
Athugasemdir
Takk fyrir að benda mér á þessa heimasíðu - fooddownunder. Á eftir að surfa þessa síðu rækilega.
Með kveðju, Ragnar
Ragnar Freyr Ingvarsson, 15.2.2007 kl. 22:58
Mér finnst að það eigi ekki að gera svona rugludöllum þetta hátt undir höfði að bjóða þeim í Kastljós ... held því miður að þeir hafi áhrif og geti vakið fordóma hjá einhverjum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 20:27
Jón Arnar: nei ég veit það og er það gott, en þeir sem eru óöruggir með sjálfan sig og líður illa fyrir er svona rugl eins og að skvetta olíu á eld kv gua
gua, 18.2.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.