Styrkur
2.4.2007 | 11:27
Strembin helgi liðin, námskeið á föstudag og laugardag og ekkert smá erfitt en gaman samt, er hreinlega farin að bíða eftir páskafríinu eins og svo margir reikna ég með.
En það gerðist ýmislegt annað miður skemmtilegt og ég þurfti að nota mikinn viljastyrk til að láta það ekki buga mig, en ég hef snert af þráhyggju og næ ekki að hreinsa hugann nógu vel þannig að það er eins og ég sé með vidióspólu í hausnum sem spilar atburðin aftur og aftur . Þegar ég var barn og unglingur var ég haldin kvíða og þráhyggju sem var náttúrlega ekkert meðhöndlað á þeim tíma, ég var bara talin hafa fjörugt ímyndunarafl og furðulegt á köflum og jafnvel athygglissjúk, en ég hafði fljótt vit á því að tala ekki mikið um mína líðan og uppskar stöðugan magaverk og óþol í líkamanum. En ég hef slatta af viljastyrk og hef stöðugan og góðan stuðning og ekki síst skilning af núverandi eiginmanni mínum. Getur maður nokkurntíman þakkað nógu mikið fyrir það góða sem maður fær í lífinu þrátt fyrir allt ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.