Ást
4.5.2007 | 20:39
Ég fór á söngleikinn Ást í gærkvöldi, og það var bara nokkuð gaman og leikararnir áttu góða spretti, áhorfendur voru að mestu ellismellir eins og gefur að skilja enda málið þeim skylt.
Þetta var sérkennileg blanda af proffum og áhugamönnum og á stundum eins og maður væri komin í félagsheimilið í sveitinni, einhvað fannst mér Ómar Ragnarsson virka einkennileg á mig í þessu þögla hlutverki datt það helst í hug að hann hefði verið settur á róandi sona í hita kostningavertíðarinnar svo hann færi ekki alveg yfir um allavega ég fílaði hann enganveginn þarna.
En það var gaman þegar þau sungu gömlu lögin og textarnir pössuðu vel við og eins var gaman af krökkunum
Þau sem stóðu upp úr voru Magnús Ólafsson Theodór Júlíusson og Hanna María, og eins og svo oft áður leystist endirinn upp í væmdi og einhverveginn svona ekki neitt en sennilega átti það að opna fyrir tárakirtlana en ekki virkaði það á mig enda ekki komin á ellismella aldurinn Stig: 2 1/2 stjörnur af 5
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.