Spádómar
15.8.2007 | 22:13
Eins lengi og ég hef munað eftir mér hef ég fengið hugboð stór og smá, það getur verið misóþægilegt. Sum eru þess eðlis að það er ekki nokkur leið að segja öðrum frá þeim nema vera sakaður um að reyna hræða fólk, svo eru líka til fólk sem telur allt svona argasta bull og telur viðkomandi vera með lausa peru í hausnum eða þaðan af verra hehehehe. En þar sem þetta er eini hæfileikinn sem mér var gefinn í vöggugjöf finnst mér dálítið vænt um hann þó svo að hann nýtist ekki eins vel og músíkhæfileikar eða listhæfileikar yfir höfuð, en stundum getur verið gott að "vita" ýmislegt á undan öðrum. Ég ætti kannski að fara að spá fyrir fólki, það virðist aldrei fá nóg af því miðað við ásóknina í spákonur og miðla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.