Á Rifi

Einu sinni gisti ég á Rifi í gömlu húsi, komum seint um kvöld í blíðskaparveðri á jónsmessuni og sól þess vegna hátt á lofti.
 
Var ég með mann og barn og við fengum eitt herbergi, barnið svaf á dýnu á gólfinu og við í rúmi sitt hvoru megin, ég er þannig gerð að ég verð að lesa áður en ég sofna til að róa mig niður oftast einhver ljósku-blöð sem virka svæfandi.

Jæja um leið og ég leggst niður og fer að lesa hellist yfir mig drungi mikill og loftið verður allt kólgugrátt sé ég freyðandi öldur og mér kólnar allri, finnst mér eins og það sé skip í nauðum en ekki nútíma skip frekar áttæringur eða einkvað svoleiðis, veltist ég góða stund þarna í þessu skrítna hugarástandi og fæ á tilfinninguna að þarna færist þetta skip með allri áhöfn. Ég vissi ekki þá að þarna fyrir utan gluggann á húsinu eru hin illræmdu Svörtuloft sem banað hafa mörgum manninum.

Þegar ég kem til baka úr þessu undarlega ferðalagi sé ég að gamall maður stendur í herberginu og skoðar mig gaumgæfilega var hann í svörtum vaðmálsbuxum með axlabönd og í hvítum "afabol" fyrir aftan hann stóð kona svona til hlés en með svuntu og frekar breið um sig, fann ég ekkert annað frá þessu fólki nema einbera forvitni og eins að  þau hefðu átt heima þarna ( og kannski enn) hú nós.Smile
Sofna ég síðan frá þessu öllu saman, en um morguninn þegar ég var að gera upp herbergið varð ég hreinlega að bíta í tunguna á mér til ekki  að spyrja manninn sem afgreiddi mig einkvað um þetta fólk, en kjarkinn vantaði og eins hræðslan um að hann héldi að ég væri ekki með "fulle femm" kom í veg fyrir það. Svo enn í dag er þetta mystery.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband