Akureyri
25.3.2008 | 20:38
Ég er ein af þeim sem finnst hrrroðalega leiðinlegt að versla mér föt,ekki það að ég komist ekki í algengar stærðir, heldur bara umhverfið í þessum verslunum og skortur á þjónustu. Og hvað gerir kona þá þegar það er orðið nauðsynlegt að endurnýja fatalagerinn ? Audda farið til Akureyris, þá myndast nokkurskonar utanlandsstemming, gist á hóteli engin vinna engar skyldur bara dingla sér.
Og ég get svo sannarlega mælt með þessari aðferð og sérstaklega með fatabúðinni Cristu ( held að það sé skrifað svona ) í göngugötunni þar fékk ég höfðinglegar móttökur þvílík og önnur eins þjónustulund enda konur á besta aldri, ekki tyggígúmisjórtrandi ungviði með lífsleiðan uppmálaðan á andlitinu, enda var kortið straujað feitt uss síðara tíma áhyggjur. Það var líka farið í leikhús sem nota bene er aldrei gert í bænum og séð hið 100 ára gamla stykki Fló á skinni í nútímabúningi. Heilanum bara kúplað í hlutlausan gír og hlegið í 2 og 1/2 tíma, alveg hreint dásamlegt.
Athugasemdir
Ég er fædd og uppalinn í þessum verslunarbæ, en ennþá hefur mér ekki dottið í hug að skreppa norður og fata mig upp, geri það kannski næst
Unnur R. H., 26.3.2008 kl. 12:47
já get svo sannarlega mælt með því, þegar utanlandsferð er ekki í boði.
gua, 26.3.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.