Fyllibyttur
3.4.2008 | 21:03
Þegar ég var krakki var ég dauðhrædd við fyllibyttur, það hefði verið betra að það hefði enst fram á fullorðinsaldurinn. Í staðinn fékk ég ólæknandi björgunaráráttu mission: björgum fyllibyttunni en það sannast eins og oft áður að það er ekki hægt að bjarga þeim sem vilja ekki láta bjarga sér. Hversu margar konur hafa ekki "lent í því" eða komið sér í svoleiðis aðstöðu, fullvissar um að engar nema þær séu færar um að koma byttunni á réttan kjöl, lítið vissum við.
Skildu ekki margar konur kannast við þetta, eina konu þekki ég sem náði sér í fyllibyttu þegar hún var komin vel á fullorðnist ár fullviss um að aðeins hún gæti bjargað honum og situr núna á áttræðisaldri uppi með fyllibyttu sem er eignalaus og hefur ekki unnið í mörg ár og hefur bókstaflega lifað á henni alsæll og heldur áfram sinni hegðun i öruggu skjóli hennar, börnin hans sömuleiðis sæl með að hafa barnapíu fyrir karlinn en hennar börn ekki eins sæl sem skiljanlegt er.
Ungu konur (og gamlar líka ) hugsið ykkur tíu sinnum um áður en þið gerist björgunarmenn fyrir fyllibyttur.
Athugasemdir
Ég held að það séu mjög margar konur í þessum sporum, og gleymum ekki, karlmenn líka. Þeir líka setja sig í það hlutverk að getað bjargað kvenkyns alkahólistum og sitja svo uppi í raun, í verri sporum en konurnar. Þeir virðast ekki hafa sömu ákveðni sem við höfum og eru þess vegna miklu veikari aðsandendur..Mér bara datt þetta svona í hug
Unnur R. H., 4.4.2008 kl. 08:15
já sammála þekki mjög svæsið dæmi um það líka.
gua, 4.4.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.