Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

Skammdegiđ

Jćja ţá er ţađ komiđ einu sinni enn blessađ skammdegiđ, hefur ekki beint veriđ minn uppáhaldstími, í dag birti sama og ekkert Frown og jólatíminn hefur heldur ekki veriđ í uppáhaldi, ţó hefur ţessi tími veriđ veriđ miklu betri en sami tími í fyrra lífi ţegar birtuna vantađi yfirleitt og andleg heilsa var oft á tíđum óbćrileg.  Í dag ţakka ég fyrir hvern dag í lífi mínu umvafin ást og umhyggju, ég vildi óska ţess ađ fleiri bćru gćfu til ađ upplifa ţađ sama.  Höfum sólina í hjarta okkar og ţá birtir í kringum okkur.

Jarđskjálftinn

Fyrir nokkrum árum gisti ég á hótel Örk í Hveragerđi, um morguninn svona milli svefns og vöku "vakna"  ég viđ gífurlegan hávađa og allt leikur á reiđiskjálfi ég kútveltist í rúminu og herbergiđ sjálft gengur allt til.  Ég held ég gleymi aldrei hávađanum í björgunum sem mér fannst hrynja allt í kringum mig.  Síđan hrekk ég upp leit á klukkuna og hún var níu um morguninn var ég lengi ađ fatta ađ ţetta vćri draumur svo raunverulegt var ţetta allt saman.

Ţetta rifjađist upp fyrir mér áđan ţegar ég heyrđi af jarđskjálftunum á Selfossi, ţarna strengdi ég ţess heit ađ gista aldrei á ţessum slóđum aftur. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband