Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gleðilega páska

easter_6var búin að setja inn færslu en ljóti karlinn kom og tók hana,Angry sit núna á laugardagskvöldi við tölvuna og veit ekki hvað ég á að segja er gersamlega andlaus, ég held að það sé ekki hollt að gera ekkert annað en að éta eins og helgidagar bjóða upp á, ég veit ekki hvert heilinn fer. Var reyndar að horfa á Borat hehehehe hef svo mikinn sóðahúmor að ég skemmti mér konunglega og finnst ágæt að kúpla öllu frá og gerast white trash stöku sinnum þar sem ég er svo afburðargáfuð dagsdaglega Wink jæja það er best að fara í rúmið og reyna að hlaða batterýin góða nótt ppl.

'Eg er snillingur

geniusog ekkert minna en það sko, ég er snillingur að koma mér í allskonar verkefni sem ég þarf ekki endilega að gera, get alveg sagt nei við en mín er snillingur og segir alltaf já já ekkert mál fyrir Jón Pál eða þannig Smile. Núna var ég búin að hlakka til páskafrísins bara út að labba, tjilla með kallinum og sona en getið þið hvað.......... já rétt búin að taka að mér verkefni sem þarf að eyða tíma í, allavega á hverjum degi, föstudagurinn langi og páskadagur meðtalin, ekki það að ég fái svo mikið borgað fyrir nema að ég held mér í formi bæði andlega og líkamlega og hversu slæmt er það Cool ég spyr sjálfa mig oft hvað ég þurfi eiginlega að vera gömul til að hætta þessari vitleysu já það er erfitt að vera snillingur.


Styrkur

 Strembin helgi liðin, námskeið á föstudag og laugardag og ekkert smá erfitt en gaman samtPS2004~Strength-Posters, er hreinlega farin að bíða eftir páskafríinu eins og svo margir reikna ég með.

 En það gerðist ýmislegt annað miður skemmtilegt og ég þurfti að nota mikinn viljastyrk til að láta það ekki buga mig, en ég hef snert af þráhyggju og næ ekki að hreinsa hugann nógu vel þannig að það er eins og ég sé með vidióspólu í hausnum sem spilar atburðin aftur og aftur Frown . Þegar ég var barn og unglingur var ég haldin kvíða og þráhyggju sem var náttúrlega ekkert meðhöndlað á þeim tíma, ég var bara talin hafa fjörugt ímyndunarafl og furðulegt á köflum og jafnvel athygglissjúk, en ég hafði fljótt vit á því að tala ekki mikið um mína líðan  og uppskar stöðugan magaverk og óþol í líkamanum.  En ég hef slatta af viljastyrk og hef stöðugan og góðan stuðning og ekki síst skilning af núverandi eiginmanni mínum. Getur maður nokkurntíman þakkað nógu mikið fyrir það góða sem maður fær í lífinu þrátt fyrir allt ? Smile


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband