Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Amma kemur í heimsókn
16.9.2007 | 21:34
Fyrir nokkrum árum bjó ég í einbýlishúsi við botnlanga hérna á höfuðborgarsvæðinu, var ég oft ein með yngsta barnið, einn veturinn gerðist atvik sem varð til þess að ég gat ómögulega verið ein og olli það mér miklum sálarhvölum en það var ekki svo auðvelt að gera nokkuð í því, þar sem ég taldist fullorðinn og ábyrgur einstaklingur bara að bíta á jaxlinn og vona hið besta.
En eina nóttina þegar ég er komin inn í rúm heyri ég að bankað var á útihurðina (enginn dyrabjalla) ég fer framúr rúminu og opna alls óhrædd og viti menn fyrir utan stendur amma (látinn fyrir mörgum árum) með 2 ferðatöskur og tilkynnir mér að hún ætli að vera hjá mér um sumarið svo ég geti hætt að vera með þessa hræðslu og hún vippa töskunum léttilega inn fyrir dyrnar og !!!!! ég hrekk upp í rúminu en hræðslan var á bak og burt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja
13.9.2007 | 22:58
Ekki hef ég mikið að segja sosum, allt það safaríkasta sem ég hef heyrt nýverið þori ég ekki að setja inn á netið, hef það óþægilega á tilfinningunni að "sumir" séu búnir að uppgötva hver ég er og ekki er það góð tilfinning. En svona er að skrifa á netið sem er opið alheiminum, maður tekur vissa áhættu þannig er það nú, lífið er samt ljúft og gott þótt haustið hafi aldrei verið mín uppáhalds árstíð, myrkrið hefur ekki verið vinur minn í gegnum tíðina hvorki fyrir innan eða utan líkama, en þá er bara að kveikja á kertum og þakka fyrir það góða sem hefur fallið mér í skaut síðustu ár. Góða nótt bloggheimur og ljúfa drauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)