Amma kemur í heimsókn

Fyrir nokkrum árum bjó ég í einbýlishúsi við botnlanga hérna á höfuðborgarsvæðinu, var ég oft ein með yngsta barnið, einn veturinn gerðist atvik sem varð til þess að ég gat ómögulega verið ein og olli það mér miklum sálarhvölum en það var ekki svo auðvelt að gera nokkuð í því, þar sem ég taldist fullorðinn og ábyrgur einstaklingur bara að bíta á jaxlinn og vona hið besta.

En eina nóttina þegar ég er komin inn í rúm heyri ég að bankað var á útihurðina (enginn dyrabjalla) ég fer framúr rúminu og opna alls óhrædd Smile og viti menn fyrir utan stendur amma (látinn fyrir mörgum árum) með 2 ferðatöskur og tilkynnir mér að hún ætli að vera hjá mér um sumarið svo ég geti hætt að vera með þessa hræðslu og hún vippa töskunum léttilega inn fyrir dyrnar og !!!!! ég hrekk upp í rúminu en hræðslan var á bak og burt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Þarna sérðu, sú gamla vildi hjálpa þér, þó ekki nema bara láta þig vita að einhver er alltaf við hliðina á okkur og fylgist með

Unnur R. H., 18.9.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: gua

já og ekki í fyrsta skipti

gua, 18.9.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband