Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Erfðir

Svona fyrir þá sem eru á móti því að íslendingar blandist öðrum kynþáttum.

Eitt barna minna hefur stundum fengið verki í mjöðm ja svona eiginlega upp úr þuru,og þá hefur hann átt erfitt með gang, dreif hann sig fyrir skömmu til giktarlæknis og sá tók af honum fjöldann allan af blóðprufum og niðurstöður?? já hann er með vefjaflokk sem bara hér á Íslandi finnst í fólki sem er ættað af Hornströndum ss innræktun eða skyldleikaræktun ef hægt er að kalla það svo,og er þessi vefjaflokkur sélrega næmur fyrir sýkingu innvortis eins og salmonellu chlamidiu kamfílobacter og ýmsu öðru og þarf fólk ekki að verða svo mikið var við sýkinguna  sem veldur kannski niðurgangi svo ekki meir, en og það er stórt en þetta hleypur i liðamótin á þessu fólki og veldur bólgum en í flestum tilfellum er hægt að vinna bug á þessu með fúkkalyfjum. 

Ég tel mig vera í þessum vefjaflokk þó að ég viti það ekki, bæði á ég ættir að rekja þangað (Hornströndum) og síðan er ég búin að kljást við liðverki í mörg ár
en aldrei datt mér þessi skýring í hug. Og ég get rakið ættir mínar í föðurætt til amk. þriggja landnámsmanna Ingólfs Arnarsonar Egils Skallagrímssonar og Njáls á Bergþórshvoli,ss föðurættin hefur ekki blandast mikið í gegnum tíðina, en sem betur fer er blöndunin öllu meiri í móðurætt.

Það þarf ekki endilega að koma fávitaháttur út úr skildleikaræktun LoL  heldur ýmsir svona kvillar. Og mikill er máttur Kára Stefánssonar og co.


Fyllibyttur

Þegar ég var krakki var ég dauðhrædd við fyllibyttur, það hefði verið betra að það hefði enst fram á fullorðinsaldurinn.  Í staðinn fékk ég ólæknandi björgunaráráttu mission: björgum fyllibyttunni en það sannast eins og oft áður að það er ekki hægt að bjarga þeim sem vilja ekki láta bjarga sér.  Hversu margar konur hafa ekki "lent í því" eða komið sér í svoleiðis aðstöðu, fullvissar um að engar nema þær séu færar um að koma byttunni á réttan kjöl, lítið vissum við.

Skildu ekki margar konur kannast við þetta, eina konu þekki ég sem náði sér í fyllibyttu þegar hún var komin vel á fullorðnist ár fullviss um að aðeins hún gæti bjargað honum og situr núna á áttræðisaldri uppi með fyllibyttu sem er eignalaus og hefur ekki unnið í mörg ár og hefur bókstaflega lifað á henni alsæll og heldur áfram sinni hegðun i öruggu skjóli hennar, börnin hans sömuleiðis sæl með að hafa barnapíu fyrir karlinn en hennar börn ekki eins sæl sem skiljanlegt er.

Ungu konur (og gamlar líka Smile) hugsið ykkur tíu sinnum um áður en þið gerist björgunarmenn fyrir fyllibyttur. 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband