Komin frá Akureyri

Það var gaman á Akureyri nema það snjóaði og snjóaði, ég en nefnilega sú týpa sem finnst að snjórinn eigi bara að halda sig í fjöllunum í besta falli Grin Fórum á ball í Sjallann á föstudag og grínlaust þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað, líður eins og ég sé að játa á mig morð,  fólk trúir þessu bara ekki horfir stórum augum á mig og segir hvar hefur þú eiginlega verið Blush ja ekki á menntaskólanum á Akureyri það er víst en vinkonur mínar fóru þangað og sendu mér löng bréf um þá vist og skemmtanahald þannig að ég hef allavega verið þar í huganum.  Borðuðum á Friðrik V og La vita belle og get mælt með báðum stöðunum. En doldið er nú sveitó þarna á Akureyri td voru göturnar alldrei ruddar en ég labbaði töluvert, en í heldina bara gaman að breyta til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Systir mín bjó þarna einu sinni og var alsæl með vetrarríkið Akureyri. Mér þótti ógurlega gaman að heimsækja hana og er hrifin af Akureyri!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: gua

Ég er nú alin upp við mikið vetrarríki vestur á fjörðum, sá ekki út úr augum dögum saman, held ég sé bara búin með þann kvóta

gua, 26.2.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband