Cafe Paris

3be75637Hafið þið komið á Cafe Paris nýlega? ég fór þangað í dag með tveimur vinkonum mínum og þar hef ég ekki komið síðan á síðasta sumri og mæ god, ekki einn þjónn var íslenskur þeir töluðu ensku neima einn sem gat krafsað sig áfram á íslensku, en var greinilega útlendingur sem er sosum gott og blessað þannig lagað. Við vorum 2 komnar á undan og búnar að panta þegar sú þriðja kom. "íslensku" talandi þjónninn kom til hennar og tók niður pöntun og hvarf á braut eins og lög gera ráð fyrir  litlu síðar kom hann með matinn hennar sem var heldur meiri en hún gerði ráð fyrir og göntuðumst við með stærðina á matarskammtnum við þjóninn og hlóum við, síðan hældi hún honum fyrir hvað hann talaði góða íslensku, hann hvarf á braut en kom skömmu síðar stillti sér fyrir framan hana gerði krossmark yfir andlitið á henni og fór með þulu : santi domini einhvað og spiritus bla bla  hahahahaha við sátum dolfallnar og hvað ? var hann að reka út úr henni illa anda eða er þetta vanalegt á cafe paris að þjónarnir viðhafi slíka tilburði ? veit enhver meira en við ? Ég hallast að því að hann hafi einhvað misskilið það sem við vorum að segja að hann hafi heyrt: Þú er með lítið tippi eða einhvað í þeim dúr og það þola þeir nú illa sona latínó gaurar Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli maðurinn hafi ekki bara verið yfirkominn af þakklæti fyrir hrós vinkonunnar um að hann talaði góða íslensku?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: gua

þetta var allt hið furðulegasta hátterni, hann hefði getað þakkað fyrir sig með orðum á hinni góðu íslensku hehe.

gua, 15.3.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

 ég mun drífa mig á Kaffi París við fyrsta tækifæri og taka manninn út hm.. ég meina tékka á honum sko!

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband