Jæ-ha
21.5.2007 | 22:02
Best að henda hérna einhverju inn, vorblúsinn kominn og allt það og hvernig stendur á því að þegar það birtir og birtir læðist svört þoka að sálini sama hvað
ég verð svo næm á allt og alla og gamlir taktar taka sig upp eins og að ég sé nauðsynleg í björgunarsveit lífsins en samt svo ómöguleg hvernig getur þetta gengið upp? já það er lítið um svör sosum, ég fann fyrst fyrir þessu eftir fæðingu yngsta sonarins fyrir um það bil 26 árum, þá húrraði ég inn í svartasta fæðingarþunglyndi en vissi ekki hvað þetta var, bara grátur og gnístra tanna og kjarkurinn þvarr sem ég hafði þó alltaf haft og enginn sá að nokkuð væri að ekki þeir nánustu , var reyndar með mann sem er alkahólisti og egóisti af verstu sort, enginn stuðningur þar á bæ. Vildi mér til happs að það var læknir á staðnum sem kveikti á perunni þegar ég í hundraðasta skiptið kom og kvartaði um hausverk og svefnleysi svo ég fékk viðeigandi meðferð
En þótt ég hafi barist gegn þessum fjanda æ síðan þá vill hann ekki alveg yfirgefa mig þó að allar mínar aðstæður hafi breyst algerlega til batnaðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.