Jæja

Ekki hef ég mikið að segja sosum, allt það safaríkasta sem ég hef heyrt nýverið þori ég ekki að setja inn á netið, hef það óþægilega á tilfinningunni að "sumir" séu búnir að uppgötva hver ég er og ekki er það góð tilfinning.  En svona er að skrifa á netið sem er opið alheiminum, maður tekur vissa áhættu þannig er það nú, lífið er samt ljúft og gott þótt haustið hafi aldrei verið mín uppáhalds árstíð, myrkrið hefur ekki verið vinur minn í gegnum tíðina hvorki fyrir innan eða utan líkama, en þá er bara að kveikja á kertum og þakka fyrir það góða sem hefur fallið mér í skaut síðustu ár. Góða nótt bloggheimur og ljúfa drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Vertu bara þú sjálf og láttu ekki aðra stjórna hvað þú gerir eða skrifar...Minn besti tími er haustinn..Kannski af því að ég er mikill þunglyndissjúklingur í bata og finnst myrkrið gott Þá hellist yfir mig eitthvað svo mjúkt og notalegt og ekki spillir að hafa kertaljós og seríur sem ég nota allt árið

Unnur R. H., 14.9.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: gua

takk fyrir þetta pepp, þekki þetta með þunglyndið en ég vil sól og hita ummm

gua, 14.9.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband