Akureyrish
22.2.2007 | 14:36
Nú ætla ég að skreppa á Akureyri um helgina, hef hlakkað heilmikið til, gott að skipta um umhverfi og hitta nýtt fólk og gamalt líka (sem ég þekki) . En nú er ég búin að eignast alveg nýjan vin hehehe (bloggvin) sem ég hef reyndar aldrei séð en hef lesið mikið um
og það á að vera bloggvinafundur núna um helgina á stór-Akranessvæðinu búhú mig langar svo..... farin að líta Akranes allt öðrum augum en áður finnst að þetta hljóti að vera skemmtilegasti staður á landinu en hef ekki haft mikla löngun að vera þar lengur en ég þarf hingað til, svo þegar maðurinn "þarf" að horfa á fótboltaleik næst upp á Skaga (hann bjó þar einu sinni og á afkomendur þar) þá banka ég upp á í Himnaríki og fæ kaffi og skemmtilegar sögur hehehehehe
Athugasemdir
Ó mæ godd. Þú ert sko velkomin í himnaríki ... en ...það er heilmikil hætta á því að ég verði að horfa á fótbolta líka ...það fer þó heilmikið eftir því hvort það er Evrópukeppni, heimsmeistarakeppni eða slíkt!
Kettirnir kunna að umgangast heldri konur og munu bjóða þér upp á te, gúrkusamlokur og yfirvegað spjall á meðan ég glápi! Ef ég glápi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 19:47
Fyrirgefðu að ég spyrji, en ertu Gua frá Eimskip ? kv. MGU
bara Maja..., 24.2.2007 kl. 22:13
nei ekki frá Eimskip
gua, 25.2.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.