Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Á Rifi
23.8.2007 | 12:32
Var ég með mann og barn og við fengum eitt herbergi, barnið svaf á dýnu á gólfinu og við í rúmi sitt hvoru megin, ég er þannig gerð að ég verð að lesa áður en ég sofna til að róa mig niður oftast einhver ljósku-blöð sem virka svæfandi.
Jæja um leið og ég leggst niður og fer að lesa hellist yfir mig drungi mikill og loftið verður allt kólgugrátt sé ég freyðandi öldur og mér kólnar allri, finnst mér eins og það sé skip í nauðum en ekki nútíma skip frekar áttæringur eða einkvað svoleiðis, veltist ég góða stund þarna í þessu skrítna hugarástandi og fæ á tilfinninguna að þarna færist þetta skip með allri áhöfn. Ég vissi ekki þá að þarna fyrir utan gluggann á húsinu eru hin illræmdu Svörtuloft sem banað hafa mörgum manninum.
Þegar ég kem til baka úr þessu undarlega ferðalagi sé ég að gamall maður stendur í herberginu og skoðar mig gaumgæfilega var hann í svörtum vaðmálsbuxum með axlabönd og í hvítum "afabol" fyrir aftan hann stóð kona svona til hlés en með svuntu og frekar breið um sig, fann ég ekkert annað frá þessu fólki nema einbera forvitni og eins að þau hefðu átt heima þarna ( og kannski enn) hú nós.
Sofna ég síðan frá þessu öllu saman, en um morguninn þegar ég var að gera upp herbergið varð ég hreinlega að bíta í tunguna á mér til ekki að spyrja manninn sem afgreiddi mig einkvað um þetta fólk, en kjarkinn vantaði og eins hræðslan um að hann héldi að ég væri ekki með "fulle femm" kom í veg fyrir það. Svo enn í dag er þetta mystery.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hreðavatnsskáli
20.8.2007 | 22:58
Þar sem ég fer reglulega norður í land borða ég oft á leiðinni, ekki það að mér finnist vegasjoppumatur góður en allt er hey í harðindum . Af þessum sjoppum finnst mér Hreðavatnsskáli vera bestur, hef fengið betri mat og þjónustu þar en víða annarsstaðar, eins og td. Hafinu bláa og kaffið er meira að segja drekkandi, sem það er ekki allstaðar ekki einu sinni á sumum veitingastöðum í R-vík. Get með góðri samvisku mælt með staðnum, en klósettin mættu vera ögn þrifalegri. Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknin
20.8.2007 | 12:10
Það var komið undir kvöld og ég ein eftir í stofunni allir farnir og barnið sofandi í næsta herbergi. Á þessum tíma tíðkaðist það ekki að feður væru viðstaddir fæðingu eða veittu stuðning yfir höfuð, ekki í mínu tilfelli allavega. Hvað um það, um kvöldið var komið með gamla konu inn til mín sem átti að fara í aðgerð næsta morgunn, sú gamla var frekar kvíðin og talaði um það við mig annað fór ekki okkar á milli nema hún sagði mér nafn sitt og hvar hún ætti heima.
Rúmið sem ég var í stóð við dyrnar, vakna ég upp um þrjúleitið við að mér fannst dyrnar opnast engan sá ég en heyrði fótatak mikið eins og 2-3 menn í sjóstígvélum eða bússum væru á ferð tvístigu "þeir" fyrst í dyrunum en síðan labbaði hersingin af stað og raðaði sér kringum rúm gömlu konunnar voru "þeir" þar góða stund ekki vaknaði gamla konan við þessa heimsókn enda held ég að hún hafi fengið svefntöflu, stormuðu "þeir" síðan út sömu leið og fann ég greinileg gustinn af "þeim".
Það var undarleg að ég skildi ekki verða hrædd eins og ég var myrkfælin frekar hissa.
Sofnaði ég síðan bara rótt og morguninn eftir var farið með gömlu konuna og sá ég hana ekki aftur en frétti að aðgerðin hafi heppnast vel.
Var ég síðan færð í annað herbergi og nú með sængurkonu. Ljósmóðirin kom svo um daginn til að líta á okkur og notaði ég tækifærið að segja henni frá heimsókninni nóttina áður (var ég búin að þekkja hana frá blautu barnsbeini) varð hún heldur langleit í framan og spurði mig: vissirðu að þessi kona missti mann og 2 syni í sjóslysi, aldrei heyrt af því enda mörg á síðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spádómar
15.8.2007 | 22:13
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veitingahúsagagnrýni
12.8.2007 | 22:01
Og ég fór líka á nýja franska staðinn á Klappastígnum Le ...... vous og varð frekar fyrir vonbrigðum dýr staður, litlir matarskammtar og maturinn ja hvað á ég að segja svona franskur sveitamatur get ég ímyndað mér allavega ekki þessi nýja franska eldamennska, en persónuleg og góð þjónusta og ákveðin stemming með Amélie í spilaranum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lést í kirkju
10.8.2007 | 20:01
Ég sit nú við tölvuna og horfi á fréttirnar og snarbrá þegar ég las "lést í kirkju" hugsaði samt, góður staður til að deyja á en þegar upphófst mikið spilirí þá las ég aftur : list í kirkju, það meikar sens.
Já ég er frekar fljótfær þannig að stundum les ég annað en stendur á blaðinu eða sjónvarpinu ef því er að skipta. Þetta leiðir hugann að því hvar sé nú besti staðurinn til að safnast til forfeðranna, ég veit um nokkra ( menn ) sem hafa dáið í miðjum dansi ekki er það nú slæmt ( nema fyrir eftirlifendur ) Kannski hafa einhverjir dáið í kirkju þó svo að ég viti ekki um neinn. Síðan ég horfði á dauðastríð náins ættingja í 3 sólarhringa þá er hitt bara sársaukalaust og tekur fljótt af. En fólki finnst nú frekar erfitt að hugsa um svona hluti.
En þessar vangaveltur komu nú bara út af þessum mislestri.
En að léttara hjali, er ein heima svona me time ekki það að ég sé þrúguð af þungu heimili en einn kall ja getur verið krefjandi hehehehehe. Og stóra draugamálið við Dyrhólaey er upplýst og á að kenna fólki að láta Magnús drauga og hvalavin koma sem minnst fram í sjónvarpi með bullið í sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)