Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Komin frá Akureyri

Það var gaman á Akureyri nema það snjóaði og snjóaði, ég en nefnilega sú týpa sem finnst að snjórinn eigi bara að halda sig í fjöllunum í besta falli Grin Fórum á ball í Sjallann á föstudag og grínlaust þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað, líður eins og ég sé að játa á mig morð,  fólk trúir þessu bara ekki horfir stórum augum á mig og segir hvar hefur þú eiginlega verið Blush ja ekki á menntaskólanum á Akureyri það er víst en vinkonur mínar fóru þangað og sendu mér löng bréf um þá vist og skemmtanahald þannig að ég hef allavega verið þar í huganum.  Borðuðum á Friðrik V og La vita belle og get mælt með báðum stöðunum. En doldið er nú sveitó þarna á Akureyri td voru göturnar alldrei ruddar en ég labbaði töluvert, en í heldina bara gaman að breyta til.


Akureyrish

Nú ætla ég að skreppa á Akureyri um helgina, hef hlakkað heilmikið til, gott að skipta um umhverfi og hitta nýtt fólk og gamalt líka (sem ég þekki) . En nú er ég búin að eignast alveg nýjan vin hehehe (bloggvin) sem ég hef reyndar aldrei séð en hef lesið mikið um Smile  og það á að vera bloggvinafundur núna um helgina á stór-Akranessvæðinu búhú mig langar svo.....  farin að líta Akranes allt öðrum augum en áður finnst að þetta hljóti að vera skemmtilegasti staður á landinu en hef ekki haft mikla löngun að vera þar lengur en ég þarf hingað til, svo þegar maðurinn "þarf" að horfa á fótboltaleik næst upp á Skaga (hann bjó þar einu sinni og á afkomendur þar) þá banka ég upp á í Himnaríki og fæ kaffi og skemmtilegar sögur hehehehehe

Fljótfærni

Ég á það til að vera dádið fljótfærin en hef lagast frá því að tala fyrst og hugsa svo yfir í að hugsa aðeins og framkvæma svo,dl5_hurry_title "vantaði" eldfast fat fyrir gormei mat sem ég ætlaði að elda um helgina og vildi ekki nota ofnskúffuna til að bera fram í, og keypti fat sem mér leist ljómandi vel á rúmgott og flott og nota bene gerði mér sér ferð til þess arna en bitti nú rétturinn kominn í fatið fína ennnnnnnnn fatið passaði ekki í ofninn ?????? ég er með staðlaða eldavél og ég ekki skilja ( ljósk ) var þetta ekki ofnfast fat í venjulega eldavél eða leifar frá jólum þegar Grýla er á ferð og vantar sárlega föt til að elda börn í ........ vitið þið einhvað meira en ég?

Það tókst jibbý

spring_small        Mér tókst að setja inn mynd þökk sé Gurrí þetta er nú samt hálf klaufalegt en það gekk, þetta á að vera vormynd það er svo mikill vorfíligur í mér Grin besti tíminn á árinu birta og aftur birta verð bara hálf hæ af birtuni, hef örugglega fæðst á vitlausri beyddargráðu sól og hiti eru mitt element hlakka bara til þegar það verður hlýrra hér í framtíðini og ekki orð um það meir.

 


Sunnudagur

Þá er kominn sunnudagur, búin að fara í bakaríið fá mér kakó og kringlu gott bara, fiskisúpa í kvöld og bollur í eftirmat Grin sem húsfreyjan bakaði reyndar í gær bara af því að hún þolir ekki iðnaðarsmjörlíkið sem er í bakaríisdótinu, góður og rólegur dagur öðruvísi en var hér áður fyrr þegar sunnudagur og reyndar laugardagar voru ömulegustu dagar vikunar kvíði og allskonar fylgifiskar sem koma þegar þú býrð með alkahólista og veist aldrei hverju þú getur átt von á og börn sem skilja ekki baun í bala bara líða illa Angry mannskemmandi andskoti þessi fíkn.  Get aldrei þakkað nógu vel fyrir það að hafa komist út úr þessari martröð eftir ca 30 ár í helvíti nokkurnvegin heil á sálini en haldin áfallastreitu sem fer dvínandi, ég kynntist nefnilega manni sem er svo sálarlega heill að ég hélt að það væri bara ekki til því, ég kláraði þrautinrar  þrjár og drap drekann og vann prinsinn og hálf konungsríkið Smile


jæha

Þá er júróvíson búið í bili og viti menn ég varð bara doldið spenntWink maðurinn minn stuðlaði að því að Eiríkur vann með því að gefa honum öll sín 5 atkvæði og við nánari hlustun held ég að þetta sé þrusugott lag og vel júró vænt.  Vonandi verða spekingarnir á sínum stað  og nú má Eiríkur áræðanlega ekki vera með, en maður kemur í manns stað.

Og að öðru ég blogga ekki undir nafni af því að ég er svo sjúklega feimin og þoli illa athyggli og svo á ég mér sona fortíðadrauga sem mig langar ekki til að geti fylst með mér, soldið ólíkindatólBlush en ég er alger bloggfíkill og viðurkenni það fúslega meira seinna.


Afhommarinn

Horfði á kastljós í gærkvöldi þar var dreginn fram í dagsljósið enn eitt viðrinið sem tengist trú og boðar að geti afhommað , þetta er sosum ekki í fyrsta skipti sem svona umræða er í sjónvarpinu Gunnar í Krossinum en líka iðinn við kolann.  Helvíti er náttúrlega dregið fram og afhommarinn var með það á hreinu hverjir færu þangað ss fyllibyttur og hommar.  Afhverju er verið að auglýsa svona dæmalausa fordóma í sjónvarpi allra landsmanna, er þetta fólk ekki með sér sjónvarpsstöð sem það getur látið gamminn geysa, ég varð allveg foxill fjandinn og allri hans árar eru örugglega i hausnum á þessu liði fuss og svei er ekki nóg komið af "góðmennsku" trúarofstækismanna í bili?

júróvisjon

Ég hef alltaf verið júróvísjon aðdáandi og elsssskkkkaaaaa júróvísjon lög en núna held ég að því ljúki vegna alveg óstjórnlega leiðinlegra laga sem hafa verið flutt í undankeppnini, hvernig stendur á því að það er ekki hægt að semja almennileg lög þó það væri ekki nema eitt eða svo? Hvernig voru þá hin sem komust ekki í úrslit,  það hlýtur að hafa verið alveg martröð að þurfa að hlusta á þau og kannski eru dómararnir núna í áfallahjálp til að ná sér af ósköpunum fuss og svei bara.  Og búningarni eru líka skelfilegir sérstaklega hjá Jónsa og co er Dóra Einars kannski komin á kreik aftur ?(Gleðibankinn) Hvað er að???? akurru þurfa íslendingar alltaf að klúðra öllu? Sú sem á hrós skilið er þulan so sæt og fín og öllum til sóma.

 


Einhverntíman verður allt fyrst

Jæja þá er komið að því að láta slag standa og hella sér út í bloggið, svo er bara að bíða og sjá til hvað ég verð virk í að tjá mig á veraldarvefnum.  Mér líður svona hálf skringilega eins og ég sé að tala við sjálfa mig eða þannig hehe vonandi stendur það til bótaGrin segi þetta gott í bili og óska ykkur góðra nætur


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband