Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
'Eg er
28.3.2007 | 10:59
bloggfíkill og viðurkenni það fúslega, en ég les ekki blogg sem vitna sífellt i Moggann, og ég hlusta ekki á bullmiðla sem lesa upp úr blöðunum á morgnana og segja mér á fimm mínútna fresti hvað klukkan er, mér líður eins og það sé verið að nauðga vitsmunum mínum og einfaldlega forðast slíkt ef ég mögulega get. Ég les hinsvegar skemmtileg blogg um daglegar upplifanir fólks hvað það er að gera og hvernig lífið blasir við því og hvernig það tekur á hlutunum, skemmtilegurst eru blogg þar sem fólk er hreinskilið og hefur húmor fyrir sjálfum sér og öðrum, eins er ég fíkill á matarblogg, einhvað svo róandi við mataruppskriftir og matartilbúning eiginlega bara hugleiðsla í sjálfu sér.
Þannig að ég er búin að græða mikið á að lesa blogg og reyni að "safna" ólíku fólki ungu og gömlu og helst vítt og breytt um landið "vantar" samt nokkra staði ennþá til að fylla í safnið á td engan í Vestmanneyjum hehehehe ef enhver skildi villast inn þaðan vinsamlegast skilja eftir slóð.
Hafið þið góðar stundir í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arg
27.3.2007 | 15:29
Var búin að skrifa svo fína færslu í gær, en þá kom bara einhver villumelding bla bla bla og ég skildi ekki baun í bala helví....... drasl. En ætla að reyna aftur man bara ekkert til að segja hehehehehe, talaði um það í gær hvað það væri óþægilegt að fá lag á "heilann" sérstaklega leiðinleg lög en þau virðast vera þaulsætnust, auðvitað annars væri þetta fyrirbrigði skemmtilegt.
Eins er með leiðinlegt og húmorslaust fólk bjakk, ég veit ekki leiðinlegra en að sitja uppi með soleiðis fólk td í veislum, það er varla hægt að lýsa þessari líðan það kemur skrítin tilfinning yfir höfuðið á mér og pirringur um allan líkamann og orkan fer út á hafsauga, dettur þetta svona í hug núna þegar fermingar eru í hámarki.
Fór á mjög skrítna árshátið um daginn sem stjórnaðist af lögmáli Murphys, kjánahrollur allan tímann og mörg vandræðaleg augnablik, en eftir ég kom heim er ég búin að vera í hláturkasti við upprifjunina ó kræst þetta verður seint toppað jæja bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Full......
25.3.2007 | 21:48



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
B......
21.3.2007 | 14:27



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er joe boxer dagur í dag tra lalalalala
18.3.2007 | 16:30
Keypti mér nefnilega joe boxer buxur í lindini miklu kennda við smára í gær og er búin að vera í þeim í mestallan dag nema smá vinna í morgunn, það er eins gott að barnabörnin komist ekki að þessu allavega ekki táningabörnin ég gaf þeim svona buxur í jólagjöf og hef öfundað þau síðan hehehehe svo nú situr mín við tölvuna klædd bleikum buxum með krúttlegum myndun á og fílar sig eins og táning (djók) Fer annars að huga að næringu hvað úr hverju og er stefnan tekin á einhvern skyndibitastað í borgini ( er að gera könnun á þjónustu og verði á sona stöðum) betra að segja það en að ég nenni allsekki að elda mat það er ekki nógu húsmóðurslegt
enda er ég af þeirri kynslóð að það að fara í húsmæðraskóla var æðsta dyggð, en sjálf var ég ekki lengur í einum slíkum nema 6 vikur sökum óléttu og veikinda og þvílíkt sem mér gat leiðs á þeim stutta tíma fuss og svei sí jú leiter gæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leti
17.3.2007 | 15:30



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cafe Paris
11.3.2007 | 22:30


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sorg
7.3.2007 | 11:29

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
seinfærni
6.3.2007 | 23:27
djöands....... talvan er svo seinfær sérstaklega á kvöldin að þegar ég kemst loksins til að blogga tekur það óra tíma. Var líka að panta mér dvd á amazon og þetta ætlaði aldrei að ná í gegn urr þolinmæði mín hefur alltaf verið af skornum skammti þannig að nú er ég uppfull af adrenalíni spurning um að dömpa henni bara
Annars góður dagur í dag gott veður og alles, líður svo vel í svona veðri
Best að róa sig fyrir svefnin
n góða nótt ppl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
krúttleg mynd
4.3.2007 | 23:53



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)