Færsluflokkur: Bloggar
Akureyri
25.3.2008 | 20:38
Ég er ein af þeim sem finnst hrrroðalega leiðinlegt að versla mér föt,ekki það að ég komist ekki í algengar stærðir, heldur bara umhverfið í þessum verslunum og skortur á þjónustu. Og hvað gerir kona þá þegar það er orðið nauðsynlegt að endurnýja fatalagerinn ? Audda farið til Akureyris, þá myndast nokkurskonar utanlandsstemming, gist á hóteli engin vinna engar skyldur bara dingla sér.
Og ég get svo sannarlega mælt með þessari aðferð og sérstaklega með fatabúðinni Cristu ( held að það sé skrifað svona ) í göngugötunni þar fékk ég höfðinglegar móttökur þvílík og önnur eins þjónustulund enda konur á besta aldri, ekki tyggígúmisjórtrandi ungviði með lífsleiðan uppmálaðan á andlitinu, enda var kortið straujað feitt uss síðara tíma áhyggjur. Það var líka farið í leikhús sem nota bene er aldrei gert í bænum og séð hið 100 ára gamla stykki Fló á skinni í nútímabúningi. Heilanum bara kúplað í hlutlausan gír og hlegið í 2 og 1/2 tíma, alveg hreint dásamlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta gekk
25.3.2008 | 15:35
búin að reyna heilmikið að blogga en refurinn hefur ekki vilja birta jæja páskarnir búnir og ég var bara heima að sinna skyldustörfum eða þannig, en svona er það bara og ekki hægt að hlaupa undan því, þar sem um fáa er að ræða sem geta leyst mig af. Svona er það þegar fólk er seint heim af spítala og sagt að það sé sjálfbjarga en er það barasta ekki heilbryggðiskerfið er í molum hér á landi og sú hægri veit ekki hvað sú vinstri gerir, eins gott að aðstandendur séu með fullu fimm til að taka á málunum. Skrifa meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
explorer
25.3.2008 | 15:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Janúar
20.1.2008 | 13:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skammdegið
27.11.2007 | 22:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðskjálftinn
20.11.2007 | 20:32
Fyrir nokkrum árum gisti ég á hótel Örk í Hveragerði, um morguninn svona milli svefns og vöku "vakna" ég við gífurlegan hávaða og allt leikur á reiðiskjálfi ég kútveltist í rúminu og herbergið sjálft gengur allt til. Ég held ég gleymi aldrei hávaðanum í björgunum sem mér fannst hrynja allt í kringum mig. Síðan hrekk ég upp leit á klukkuna og hún var níu um morguninn var ég lengi að fatta að þetta væri draumur svo raunverulegt var þetta allt saman.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér áðan þegar ég heyrði af jarðskjálftunum á Selfossi, þarna strengdi ég þess heit að gista aldrei á þessum slóðum aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amma kemur í heimsókn
16.9.2007 | 21:34
Fyrir nokkrum árum bjó ég í einbýlishúsi við botnlanga hérna á höfuðborgarsvæðinu, var ég oft ein með yngsta barnið, einn veturinn gerðist atvik sem varð til þess að ég gat ómögulega verið ein og olli það mér miklum sálarhvölum en það var ekki svo auðvelt að gera nokkuð í því, þar sem ég taldist fullorðinn og ábyrgur einstaklingur bara að bíta á jaxlinn og vona hið besta.
En eina nóttina þegar ég er komin inn í rúm heyri ég að bankað var á útihurðina (enginn dyrabjalla) ég fer framúr rúminu og opna alls óhrædd og viti menn fyrir utan stendur amma (látinn fyrir mörgum árum) með 2 ferðatöskur og tilkynnir mér að hún ætli að vera hjá mér um sumarið svo ég geti hætt að vera með þessa hræðslu og hún vippa töskunum léttilega inn fyrir dyrnar og !!!!! ég hrekk upp í rúminu en hræðslan var á bak og burt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja
13.9.2007 | 22:58
Ekki hef ég mikið að segja sosum, allt það safaríkasta sem ég hef heyrt nýverið þori ég ekki að setja inn á netið, hef það óþægilega á tilfinningunni að "sumir" séu búnir að uppgötva hver ég er og ekki er það góð tilfinning. En svona er að skrifa á netið sem er opið alheiminum, maður tekur vissa áhættu þannig er það nú, lífið er samt ljúft og gott þótt haustið hafi aldrei verið mín uppáhalds árstíð, myrkrið hefur ekki verið vinur minn í gegnum tíðina hvorki fyrir innan eða utan líkama, en þá er bara að kveikja á kertum og þakka fyrir það góða sem hefur fallið mér í skaut síðustu ár. Góða nótt bloggheimur og ljúfa drauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á Rifi
23.8.2007 | 12:32
Var ég með mann og barn og við fengum eitt herbergi, barnið svaf á dýnu á gólfinu og við í rúmi sitt hvoru megin, ég er þannig gerð að ég verð að lesa áður en ég sofna til að róa mig niður oftast einhver ljósku-blöð sem virka svæfandi.
Jæja um leið og ég leggst niður og fer að lesa hellist yfir mig drungi mikill og loftið verður allt kólgugrátt sé ég freyðandi öldur og mér kólnar allri, finnst mér eins og það sé skip í nauðum en ekki nútíma skip frekar áttæringur eða einkvað svoleiðis, veltist ég góða stund þarna í þessu skrítna hugarástandi og fæ á tilfinninguna að þarna færist þetta skip með allri áhöfn. Ég vissi ekki þá að þarna fyrir utan gluggann á húsinu eru hin illræmdu Svörtuloft sem banað hafa mörgum manninum.
Þegar ég kem til baka úr þessu undarlega ferðalagi sé ég að gamall maður stendur í herberginu og skoðar mig gaumgæfilega var hann í svörtum vaðmálsbuxum með axlabönd og í hvítum "afabol" fyrir aftan hann stóð kona svona til hlés en með svuntu og frekar breið um sig, fann ég ekkert annað frá þessu fólki nema einbera forvitni og eins að þau hefðu átt heima þarna ( og kannski enn) hú nós.
Sofna ég síðan frá þessu öllu saman, en um morguninn þegar ég var að gera upp herbergið varð ég hreinlega að bíta í tunguna á mér til ekki að spyrja manninn sem afgreiddi mig einkvað um þetta fólk, en kjarkinn vantaði og eins hræðslan um að hann héldi að ég væri ekki með "fulle femm" kom í veg fyrir það. Svo enn í dag er þetta mystery.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hreðavatnsskáli
20.8.2007 | 22:58
Þar sem ég fer reglulega norður í land borða ég oft á leiðinni, ekki það að mér finnist vegasjoppumatur góður en allt er hey í harðindum . Af þessum sjoppum finnst mér Hreðavatnsskáli vera bestur, hef fengið betri mat og þjónustu þar en víða annarsstaðar, eins og td. Hafinu bláa og kaffið er meira að segja drekkandi, sem það er ekki allstaðar ekki einu sinni á sumum veitingastöðum í R-vík. Get með góðri samvisku mælt með staðnum, en klósettin mættu vera ögn þrifalegri. Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)