Færsluflokkur: Bloggar

Heimsóknin

Þegar ég fyrir margt löngu var að eiga mitt þriðja barn á spítala út á landi, skeði eftirfarandi atburður.

Það var komið undir kvöld og ég ein eftir í stofunni allir farnir og barnið sofandi í næsta herbergi. Á þessum tíma tíðkaðist það ekki að feður væru viðstaddir fæðingu eða veittu stuðning yfir höfuð, ekki í mínu tilfelli allavega.  Hvað um það, um kvöldið var komið með gamla konu inn til mín sem átti að fara í aðgerð næsta morgunn, sú gamla var frekar kvíðin og talaði um það við mig annað fór ekki okkar á milli nema hún sagði mér nafn sitt og hvar hún ætti heima.

Rúmið sem ég var í stóð við dyrnar, vakna ég upp um þrjúleitið við að mér fannst dyrnar opnast engan sá ég en heyrði fótatak mikið eins og 2-3 menn í sjóstígvélum eða bússum væru á ferð tvístigu "þeir" fyrst í dyrunum en síðan labbaði hersingin af stað og raðaði sér kringum rúm gömlu konunnar voru "þeir" þar góða stund ekki vaknaði gamla konan við þessa heimsókn enda held ég að hún hafi fengið svefntöflu, stormuðu "þeir" síðan út sömu leið og fann ég greinileg gustinn af "þeim".
Það var undarleg að ég skildi ekki verða hrædd eins og ég var myrkfælin frekar hissa.
Sofnaði ég síðan bara rótt og morguninn eftir var farið með gömlu konuna og sá ég hana ekki aftur en frétti að aðgerðin hafi heppnast vel.

Var ég síðan færð í annað herbergi og nú með sængurkonu.  Ljósmóðirin kom svo um daginn til að líta á okkur og notaði ég tækifærið að segja henni frá heimsókninni nóttina áður (var ég búin að þekkja hana frá blautu barnsbeini) varð hún heldur langleit í framan og spurði mig: vissirðu að þessi kona missti mann og 2 syni í sjóslysi, aldrei heyrt af því enda mörg á síðan.

Spádómar

Eins lengi og ég hef munað eftir mér hef ég fengið hugboð stór og smá, það getur verið misóþægilegt. Sum eru þess eðlis að það er ekki nokkur leið að segja öðrum frá þeim nema vera sakaður um að reyna hræða fólk, svo eru líka til fólk sem telur allt svona argasta bull og telur viðkomandi vera með lausa peru í hausnum eða þaðan af verra hehehehe.  En þar sem þetta er eini hæfileikinn sem mér var gefinn í vöggugjöf finnst mér dálítið vænt um hann þó svo að hann nýtist ekki eins vel og músíkhæfileikar eða listhæfileikar yfir höfuð, en stundum getur verið gott að "vita" ýmislegt á undan öðrum.  Ég ætti kannski að fara að spá fyrir fólki, það virðist aldrei fá nóg af því miðað við ásóknina í spákonur og miðla.

Veitingahúsagagnrýni

Fór í dag og borðaði á veitingahúsinu Hafinu bláa og humm það eru 4 á síðan ég var þar seinast, það verður að segjast eins og er að mig langar ekkert sérstaklega þangað aftur.  Plúsar voru náttúrulega útsýnið og alveg ásættanlegur aðalréttur vel útilátinn og ekki svo dýr, en mínusar voru afar hææææææg þjónusta kalt kaffi og eftirrétturinn sem ég bað um var ekki til en það var komið með annan án þess að spyrja mig og ég þáði ekki. Man að þetta var svona seinast líka (þjónustan) en hélt að þetta hefði lagast en nei síður en svo þetta eru bara krakkar sem kunna náttúrulega lítið sem ekkert í þjónustustörfum og sosum ekki við þau að sakast heldur rekstraraðila sem eru að spara sér einhverjar krónur væntanlega.

Og ég fór líka á nýja franska staðinn á Klappastígnum Le ...... vous og varð frekar fyrir vonbrigðum dýr staður, litlir matarskammtar og maturinn ja hvað á ég að segja svona franskur sveitamatur get ég ímyndað mér allavega ekki þessi nýja franska eldamennska, en persónuleg og góð þjónusta og ákveðin stemming með Amélie í spilaranum.

Lést í kirkju

Ég sit nú við tölvuna og horfi á fréttirnar og snarbrá þegar ég las "lést í kirkju" hugsaði samt, góður staður til að deyja á LoL en þegar upphófst mikið spilirí þá las ég aftur : list í kirkju, það meikar sens. 

Já ég er frekar fljótfær þannig að stundum les ég annað en stendur á blaðinu eða sjónvarpinu ef því er að skipta.  Þetta leiðir hugann að því hvar sé nú besti staðurinn til að safnast til forfeðranna, ég veit um nokkra ( menn ) sem hafa dáið í miðjum dansi ekki er það nú slæmt ( nema fyrir eftirlifendur ) Kannski hafa einhverjir dáið í kirkju þó svo að ég viti ekki um neinn.  Síðan ég horfði á dauðastríð náins ættingja í 3 sólarhringa þá er hitt bara sársaukalaust og tekur fljótt af.  En fólki finnst nú frekar erfitt að hugsa um svona hluti. 

En þessar vangaveltur komu nú bara út af þessum mislestri.

En að léttara hjali, er ein heima svona me time Wink ekki það að ég sé þrúguð af þungu heimili en einn kall ja getur verið krefjandi hehehehehe.  Og stóra draugamálið við Dyrhólaey er upplýst og á að kenna fólki að láta Magnús drauga og hvalavin koma sem minnst fram í sjónvarpi með bullið í sér.


Memory lane

memorylane02Ég er í því verkefni þessa dagana að skoða gamlar 8 mm myndir sem pabbi minn tók í kringum 1965-1970.  Minn þáttur er að bera kennst á fólk sem kemur þar fram og skrifa niður .

Sonur minn er búin að setja þetta inn á makka og ætlar framhaldi af því að búa til dvd, já tæknin í dag er ekkert slor Smile hann talar síðan inn á og setur viðeigandi lög með, mig hlakkar til að sjá útkomuna. 

Ég sökkti mér svo ofan í verkefnið í dag að ég var komin í annan heim bókstaflega, löngu látið fólk lifnaði við, bílar og umhverfið allt svo framandi en samt kunnulegt ég sjáf í árdaga hahahahahaha  strákar með lakkrísbindi í hvítum nælonskyrtum og támjóum skóm.  Allt ungt fólk svo gömlukellinga og kallalegt fyrir daga stuttu pilsa og hippabyltinguna, brilljantín og túbering malarvegir með fóstureyðingarholum svona bump bump.  Þvílíkar gersemar sem að þessar gömlu myndir eru.


sumarið er tíminn

það er þetta með tímann hvernig hann flýgur áfram, og ég fylgi bara ekki með, það er ennþá júní hjá mér.  En ég hef ekki verið góð í hægri hendinni og fínhreyfingar eru verstar td vélritun og saumaskapur svo einkvað sé nefnt Blush. Og hvað skal segja bara allt gott, yndælis veður eins og allir vita verst að ég er alveg hætt að geta legið í sólbaði verð eirðarlaus og pirruð, það er af sem áður var þegar maður steikti sig upp á hvern sólardag og sólböð voru bara holl og gáfu d-vítamín í kroppinn enda er ég alin upp í sólarleysi hálf árið og sólargeislar langþráðir þegar þeir birtust.

Mér er það minnistætt þegar ég flutti hingað suður að það var sól á sjálfum jólunum minnsta kosti í heila 3 tíma þetta fannst mér vera undur og stórmerki Grin og ég þoli ekki sundlaugar bara alls ekki finnst þær vera forarpollar fullar af vessum úr öðru fólki þar sem eiturefnið klór er notað til að drepa örverur, það þarf ekki að segja mér annað en að klórinn  síist inn í húðina og út í blóðrásina og það telst seint hollt.  Fer í frí í endaðan ágúst og þá er stefnan tekin á Þýskaland.


21 júní

Jæja þetta þýðir ekki set inn nokkrar línur fyrir dygga aðdáendur hehehehehe. Var að koma frá því að láta féflétta mig í Kringlu allra landsmanna gaman að því Grin þó að ég sé staðföst manneskja þá er ég líka fífl að nokkru leyti, og líðanin eftir því svona fíflaleg kannast einhver við það ?? er einkvað  til við þessu ha ég bara spyr ? ekki það.  Ég kom líka heim með fulla tösku af lyfjum frá heimilislækninum og búin að fara í myndatöku og alles, best að setja sjálfa mig í stofufangelsi svo ég geri mig ekki að meiri fífli í dag að minnsta kosti. Fór í Kringluna að því að mér var gefin peningur til að kaupa einkvað fallegt Wink afmæli og sona endaði á skóm ( á maður nokkurntíman nóg af þeim ?) En eitt hefur vakið furðu  mína og það er að fæturnir á mér hafa minnkað um eitt númer síðan ég keypti mér skó síðast, las það einhversstaðar að þeir stækkuðu með aldrinum  og nefið líka það eina sem heldur áfram að stækka á fólki en nú kennst ég í skó nr.37 verandi búin að ganga í skóm nr.38 frá fermingu, dularfullt í meira lagi.  En ég gerði mig ekki að fífli út af skókaupunum heldur var það allt annað sem best er að segja ekkert um í bili að minnsta kosti nema ég fái fjölda áskorun á annað. That's all folks

1 júní

Það hefur minkað álagið á mér og geðheilsan er allt í lagi en dálítill blús lúrir þarna bak við stein, sérstaklega þegar gamlir draugar úr fortíðinni fara að sveima um.  En hvað um það látum hvern dag nægja sína þjáningu það er víst best þannig, ekki það að mig langi að vera svona á skjön við allt síður en svo en það er þessi þráhyggja sem herjar á mig.  Las reyndar um konu sem greindist með Atsberger heilkenni á fullorðinsaldri  fannst margt passa við mig  td vidiomyndinrar í hausnum og einfaratilhneigingin það  skildi þó aldrei vera að það sé hægt að setja einkvað nafn á svona líðan, ég er bara fullgömul til þess að gera einkvað í því basta. Annars er verkur í öxlinni að hrjá mig og það sem þetta er hægri öxl á ég ekki gott með að vélrita eða nota mús, er búin að fara í nudd og nálarstungur og vona að þetta lagist krossa putta. 

Jæ-ha

Best að henda hérna einhverju inn, vorblúsinn kominn og allt það og hvernig stendur á því að þegar það birtir og birtir læðist svört þoka að sálini sama hvað Frown ég verð svo næm á allt og alla og gamlir taktar taka sig upp eins og að ég sé nauðsynleg í björgunarsveit lífsins en samt svo ómöguleg hvernig getur þetta gengið upp? já það er lítið um svör sosum, ég fann fyrst fyrir þessu eftir fæðingu yngsta sonarins fyrir um það bil 26 árum, þá húrraði ég inn í svartasta fæðingarþunglyndi en vissi ekki hvað þetta var, bara grátur og gnístra tanna og kjarkurinn þvarr sem ég hafði þó alltaf haft og enginn sá að nokkuð væri að ekki þeir nánustu , var reyndar með mann sem er alkahólisti og egóisti af verstu sort, enginn stuðningur þar á bæ.  Vildi mér til happs að það var læknir á staðnum sem kveikti á perunni þegar ég í hundraðasta skiptið kom og kvartaði um hausverk og svefnleysi svo ég fékk viðeigandi meðferð Smile   En þótt ég hafi barist gegn þessum fjanda æ síðan þá vill hann ekki alveg yfirgefa mig þó að allar mínar aðstæður hafi breyst algerlega til batnaðar.

Föstudagur

og lífið gengur sinn vanagang, og það er lif eftir júróvision Tounge það er að segja forkeppnina en aðal eftir + kosningar er lífið ekki bara dásamlegt, og svo verður spennufall eftir helgina. Fjölmiðlar verða að leita á önnur mið heldur en eilífar skoðanakannanir og stjórnarmyndunin eftir sem er þó bót í máli, þannig að það er hægt að trappa sig niður eftir allt adrenalínbústið síðustu vikna. Ég er að  hugsa um  kjósa  Frakkland  á  morgunn  bara af því  að mig langar svo til París Grin þangað hef ég einu sinni komið og bondaði þessi ósköp við borgina eins og ég hefði alltaf átt heima þarna eða í fyrri lífi ef einkver trúir á svoleiðis stöff, you never now já hvað vitum við sosem þegar öllu er á botnum hvolft.  logoofficial3bj3ql6


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband