Færsluflokkur: Bloggar
Dj.........
9.5.2007 | 23:02
fer í taugarnar á mér þegar ég er búin að setja inn færslu og hún sviss-bang fer einkvað út í buskann, drasl og aftur drasl pú pú pú. Kannski ábending frá æðri máttarvöldum um að hætta þessu bulli bara.
Jæja nú er orðið bjart nærri allan sólarhringinn og það finnst mér æðislegt, því ég er alltaf á skjön við venjulegt fólk og sef betur ef það er bjart og dreg frekar frá gluggunum en fyrir hef frekar strítt við svefntruflanir á ævinni og mamma sagði alltaf að það mætti ekki köttur labba framhjá þá væri ég vöknuð, þetta tengist veraldarvaktinni sem ég hef löngum verið á þeas það gæti einkvað gerst ef ég væri ekki vakandi og tæklaði málið hehehe. Og ég sagði mig úr björgunarsveitinni fyrir nokkrum árum það er þessari áráttu að vilja bjarga öllum í kringum mig hvort sem þeir vildu það eða ekki, get því sofið rólega fyrir þessari áráttu minni vitandi að það er einfaldlega ekki í mínum verkahring að redda öllu, til þess höfum við almættið eða það held ég að minnsta kosti
Og annað mig langar til París.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ást
4.5.2007 | 20:39
Ég fór á söngleikinn Ást í gærkvöldi, og það var bara nokkuð gaman og leikararnir áttu góða spretti, áhorfendur voru að mestu ellismellir eins og gefur að skilja enda málið þeim skylt.
Þetta var sérkennileg blanda af proffum og áhugamönnum og á stundum eins og maður væri komin í félagsheimilið í sveitinni, einhvað fannst mér Ómar Ragnarsson virka einkennileg á mig í þessu þögla hlutverki datt það helst í hug að hann hefði verið settur á róandi sona í hita kostningavertíðarinnar svo hann færi ekki alveg yfir um allavega ég fílaði hann enganveginn þarna.
En það var gaman þegar þau sungu gömlu lögin og textarnir pössuðu vel við og eins var gaman af krökkunum
Þau sem stóðu upp úr voru Magnús Ólafsson Theodór Júlíusson og Hanna María, og eins og svo oft áður leystist endirinn upp í væmdi og einhverveginn svona ekki neitt en sennilega átti það að opna fyrir tárakirtlana en ekki virkaði það á mig enda ekki komin á ellismella aldurinn Stig: 2 1/2 stjörnur af 5
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
kærasti
1.5.2007 | 12:04
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
slóð:
25.4.2007 | 22:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
I am right
25.4.2007 | 22:51
eða þannig, tók svona heilatest á netinu og komst að því að ég nota hægra heilahvelið mest, það hlýtur að skýra þessa miklu hreifiþörf og að ég hef aldrei getað lært stærðfræði eða hugsað kassalagað, ég hef gífurlegt ímyndunarafl og minni á við fíl gaman af því. Þeir sem langar til að testa sjálfan sig er slóðin:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rauða húsið á Eyrarbakka
19.4.2007 | 21:09
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gleðilegt sumar
19.4.2007 | 12:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
OOOOOOOOOOOO....
17.4.2007 | 12:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tímaskekkja
15.4.2007 | 22:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagbók
13.4.2007 | 22:16
Ég hef skrifað dagbók síðan 1982, já nokkurskonar dagbók hef allar færslur stuttar bara eins og kemst fyrir í lítilli vasadagbók, byrjaði eiginlega á henni til að fylgjast með tíðarhringnum síðan bættist veðrið við, þá átti ég heima út á landi þar sem veðrið skipti miklu máli og allur dagurinn gat farið í það að gá til veðurs og hvort það yrði flogið þann daginn og við fengið brýnustu nauðsynjar eins og mjólk og brauð, það sem maður gat eitt mikilli orku í þetta, ég var með kóniska stressbólgu í öllum líkamanum og gat varla hreyft á mér hausinn með góðu móti og ekki var það aldurinn sem var að hrjá mig heldur það sem daninn kallar ondt í livet kvíði, stress og þessháttar vandamál.
Jæja þessi dagbókarskrif þróuðust út í það að ég skrifaði það helsta sem ég gerði yfir daginn, en passaði mig á því að þar kæmi ekki fram neitt sem aðrir mættu ekki vita ef bækurnar kæmust í hendurnar á öðrum en mér, ef það var einhvað sem lá þungt á mér skammstafaði ég það jafnan eða gerði ákveðin tákn, það er ansi skondið að lesa þessi skrif eftir öll þessi ár og fatta ekki einusinni hvað þessar skammstafanir eiga að þýða en þær (dagbækurnar) hafa reynst mér gagnlegar á öðrum sviðum td ef mig langar að vita hvað ég var að gera ákveðinn dag eitthvert árið. En núna kemur bloggið sennileg í staðin fyrir svona gamaldags dagbók. Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)