Færsluflokkur: Bloggar
Vor ?????
10.4.2007 | 20:25
hvenær kemur vorið eiginlega? ég vil geta farið út í gallajakka og léttum skó buhuhuhu ekki eins og lúði með trefil úlpu og vettlinga, ha guð ha hvað segirðu? strax á morgunn, já það er ásættanlegt.
Fór á myndina í gær Mr Bean fer í frí..... hún var alveg ágæt, sömu gömlu taktarnir hann er sennilega einhverfur með þráhyggju hann Mr Bean, merkilegt hvað maður getur hlegið að þessari vitleysu sennilega merki um vanþroska, en svona er nú húmorinn sem ég hef, bernskur og á köflum fullgrófur fyrir suma Það minnir mig á þegar ég flutti hingað á sínum tíma þá var húmorinn bara fyrir neðan belti þar sem ég er alin upp í beitningaskúrum og frystihúsum og varð að vera fljót til svars ef það átti ekki að skjóta mann í kaf, en hérna í borg óttans hitti ég fyrstu teprunar sem horfðu bara furðulosnar á mig þegar ég opnaði munn hehehehehehe, en ég hef nú lagast mikið síðan þá eða passa betur það sem ég segi nema þegar fólk þekkir mig vel þá er allt látið vaða Er búin að vera að æfa mig í dag á verkefni sem ég þarf að skila bráðum svo heilinn í mér er vel steiktur best að hætta þesssu bulli NÚNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhvað skrítin síða
9.4.2007 | 19:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páskarest
9.4.2007 | 19:54
Ég er hálf tussuleg í dag, en er búin að vinna "vinnuna" síðan fara að borða Reykjavík pizza company fengum okkur pizzu sem var ágæt en afgreiðslan frekar hæg, 2 afgreiðsludömur báðar erlendar önnur talaði samt íslensku með miklu err hljóði sem er sosum ásættanlegt hin skildi ekki þegar maðurinn bað um pilsner og kom með bjór, en það var ekkert santi maría og heilagur andi núna eins og á kaffi parís um daginn maður má víst vera þakklátur fyrir það. Ætla síðan að bregða undir mig betri fætinum og fara í bíó í kvöld og sjá mr bean sjálfan og sinna mínu innra hvíta rusli og hlægja eins og mofó, fer svona á 2ja ára fresti í bíó, toppar einhver það nema elliært gamalmenni hehehehe.
eykjavík pizza company til að fá pizzu sem var ágæt en afgreiðslan frekar hæg og 2 erlendar afgreiðsludömur þar sem önnur talaði ágæta íslensku með miklu err hljóðum sem er alveg ásættanlegt, hin vissi ekki hvað pilsner er og kom með bjór maðurinn gafst upp á að reyna að koma henni í skilning um að hann vildi fá pilsner, en það var ekkert santi maría og heilagur andi núna eins og á kaffi parís dagin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilega páska
7.4.2007 | 23:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
'Eg er snillingur
4.4.2007 | 12:25
og ekkert minna en það sko, ég er snillingur að koma mér í allskonar verkefni sem ég þarf ekki endilega að gera, get alveg sagt nei við en mín er snillingur og segir alltaf já já ekkert mál fyrir Jón Pál eða þannig . Núna var ég búin að hlakka til páskafrísins bara út að labba, tjilla með kallinum og sona en getið þið hvað.......... já rétt búin að taka að mér verkefni sem þarf að eyða tíma í, allavega á hverjum degi, föstudagurinn langi og páskadagur meðtalin, ekki það að ég fái svo mikið borgað fyrir nema að ég held mér í formi bæði andlega og líkamlega og hversu slæmt er það ég spyr sjálfa mig oft hvað ég þurfi eiginlega að vera gömul til að hætta þessari vitleysu já það er erfitt að vera snillingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Styrkur
2.4.2007 | 11:27
Strembin helgi liðin, námskeið á föstudag og laugardag og ekkert smá erfitt en gaman samt, er hreinlega farin að bíða eftir páskafríinu eins og svo margir reikna ég með.
En það gerðist ýmislegt annað miður skemmtilegt og ég þurfti að nota mikinn viljastyrk til að láta það ekki buga mig, en ég hef snert af þráhyggju og næ ekki að hreinsa hugann nógu vel þannig að það er eins og ég sé með vidióspólu í hausnum sem spilar atburðin aftur og aftur . Þegar ég var barn og unglingur var ég haldin kvíða og þráhyggju sem var náttúrlega ekkert meðhöndlað á þeim tíma, ég var bara talin hafa fjörugt ímyndunarafl og furðulegt á köflum og jafnvel athygglissjúk, en ég hafði fljótt vit á því að tala ekki mikið um mína líðan og uppskar stöðugan magaverk og óþol í líkamanum. En ég hef slatta af viljastyrk og hef stöðugan og góðan stuðning og ekki síst skilning af núverandi eiginmanni mínum. Getur maður nokkurntíman þakkað nógu mikið fyrir það góða sem maður fær í lífinu þrátt fyrir allt ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
'Eg er
28.3.2007 | 10:59
bloggfíkill og viðurkenni það fúslega, en ég les ekki blogg sem vitna sífellt i Moggann, og ég hlusta ekki á bullmiðla sem lesa upp úr blöðunum á morgnana og segja mér á fimm mínútna fresti hvað klukkan er, mér líður eins og það sé verið að nauðga vitsmunum mínum og einfaldlega forðast slíkt ef ég mögulega get. Ég les hinsvegar skemmtileg blogg um daglegar upplifanir fólks hvað það er að gera og hvernig lífið blasir við því og hvernig það tekur á hlutunum, skemmtilegurst eru blogg þar sem fólk er hreinskilið og hefur húmor fyrir sjálfum sér og öðrum, eins er ég fíkill á matarblogg, einhvað svo róandi við mataruppskriftir og matartilbúning eiginlega bara hugleiðsla í sjálfu sér.
Þannig að ég er búin að græða mikið á að lesa blogg og reyni að "safna" ólíku fólki ungu og gömlu og helst vítt og breytt um landið "vantar" samt nokkra staði ennþá til að fylla í safnið á td engan í Vestmanneyjum hehehehe ef enhver skildi villast inn þaðan vinsamlegast skilja eftir slóð.
Hafið þið góðar stundir í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arg
27.3.2007 | 15:29
Var búin að skrifa svo fína færslu í gær, en þá kom bara einhver villumelding bla bla bla og ég skildi ekki baun í bala helví....... drasl. En ætla að reyna aftur man bara ekkert til að segja hehehehehe, talaði um það í gær hvað það væri óþægilegt að fá lag á "heilann" sérstaklega leiðinleg lög en þau virðast vera þaulsætnust, auðvitað annars væri þetta fyrirbrigði skemmtilegt.
Eins er með leiðinlegt og húmorslaust fólk bjakk, ég veit ekki leiðinlegra en að sitja uppi með soleiðis fólk td í veislum, það er varla hægt að lýsa þessari líðan það kemur skrítin tilfinning yfir höfuðið á mér og pirringur um allan líkamann og orkan fer út á hafsauga, dettur þetta svona í hug núna þegar fermingar eru í hámarki.
Fór á mjög skrítna árshátið um daginn sem stjórnaðist af lögmáli Murphys, kjánahrollur allan tímann og mörg vandræðaleg augnablik, en eftir ég kom heim er ég búin að vera í hláturkasti við upprifjunina ó kræst þetta verður seint toppað jæja bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Full......
25.3.2007 | 21:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
B......
21.3.2007 | 14:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)